is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18324

Titill: 
  • Tengsl fátæktar í bernsku og heilbrigðis: Hlutverk hjúkrunarfræðinga
  • Titill er á ensku The link between childhood poverty and health: The role of nurses
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarið hefur borið á aukinni umræðu um fátækt barna, til dæmis hér á Íslandi í tengslum við tannheilsu og borist hafa fréttir af börnum sem þurfa að reiða sig á félagsaðstoð til að fullnægja grunnþörfum. Rannsóknir sýna að fátækt tengist bágri heilsu barna. Börn sem eru sérstaklega útsett fyrir fátækt eru börn sem koma úr stórum fjölskyldum, börn sem eru innflytjendur eða eiga foreldra af erlendu bergi brotið og börn sem búa með einstæðu foreldri. Einnig eru börn foreldra sem hafa litla menntun eða bág kjör í tengslum við lága atvinnustöðu líklegri til að líða skort. Aukin áhætta á verri heilsu barna í tengslum við fátækt foreldra á við strax í upphafi meðgöngu, t.d. eru fátækar mæður líklegri til að eignast léttbura og stunda óhollari lífshætti á meðgöngu. Rannsóknir sýna að umhverfisaðstæður fátækra barna geta stuðlað að líkamlegum og andlegum heilsubresti og meðal fátækra barna eru ýmsir sjúkdómar algengari, s.s. sykursýki II og öndunarfærasjúkdómar. Slæmt heilsufar sökum fátæktar getur orðið viðvarandi þrátt fyrir að aðstæður batni. Sýnt hefur verið fram á aukna tíðni tilfinninga- og hegðunarraskana fátækra barna sem eru einnig líklegri til að búa við félagslega einangrun.
    Hjúkrunarfræðingar eru í kjöraðstæðum til að meta tengsl fátæktar og heilbrigðis og búa yfir mikilvægri þekkingu til að nýta við mótun stefnu og aðgerða í velferðarmálum. Hjúkrunarfræðingar geta nýtt þekkingu sína við hjúkrun einstaklinga til dæmis varðandi leiðsögn um ýmis samfélagsúrræði og til að knýja fram breytingar í samfélaginu sem miða að því að draga úr fátækt. Hjúkrunarfræðingum ber að veita skjólstæðingum sínum bestu mögulega heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverju tímabili en í því felst meðal annars að berjast gegn ójöfnuði til heilbrigðis. Í kennslu í hjúkrunarfræði er mikilvægt að leggja áherslu á tengsl félagshagfræðilegrar stöðu og heilbrigðis. Mikilvægt er að auka þekkingu um tengsl fátæktar og heilbrigðis, til dæmis með rannsóknum um efnið hér á landi.
    Lykilorð: fátækt, börn, félagslegir áhrifaþættir heilbrigðis, félagshagfræðileg staða, heilsuefling og hjúkrunarfræðingar.

  • Útdráttur er á ensku

    There has been a recent increase in discussion of childhood poverty. In Iceland, the issue has been raised in connection to dental health, for example, and there have been reports of children who need to rely on social services to meet their basic needs. Research indicates that poverty is associated with poor children's health. Children who live with large families, are immigrants or have parents of foreign descent, and children who live with a single parent are all especially likely to be afflicted with poverty. Children whose parents have little education, or meager means because of low employment status, are also more likely to be suffer from poverty. This increased risk to children's health because of parental poverty applies from the very beginning of pregnancy –for example, poor mothers are more likely to give birth to children with low birth weight and to engage in unhealthy habits during pregnancy. Research indicates that certain environmental factors associated with childhood poverty contribute towards poor physical and mental health, and certain afflictions, such as type 2 diabetes and respiratory problems, are more common among poor children. Poor health caused by poverty can become chronic, even when circumstances improve. An increased prevalence of emotional and behavioral disorders has also been demonstrated among poor children, who are also more likely to experience social isolation.
    Nurses are in an ideal position to evaluate the relationship between poverty and health, and possess important knowledge for directing policy and action in welfare matters. Nurses can draw upon their knowledge of administering healthcare to individuals to give guidance on various social remedies, and to push through social changes aimed at reducing poverty. Nurses are obliged to administer the best available healthcare at each time to their clients, and this obligation includes combating unequal opportunities to good health. It is important to increase knowledge of the relationship between poverty and health, for example through research in the field here in Iceland.
    Keywords: poverty, children, social determinants of health, socioeconomic status, health promotion and nurses.

Samþykkt: 
  • 19.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna Björk Þorsteinsdóttir.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna