is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18325

Titill: 
  • Tölvumiðluð samskipti og upplifun unglinga á ólíkum samskiptaleiðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er farið lauslega yfir þróun miðla og þá möguleika sem mismunandi miðlar bjóða upp á í samskiptum einstaklinga og reynt að fá tilfinningu fyrir upplifun unglinga á mismunandi samskiptaleiðum. Einnig er sýnt fram á að netnotkun Íslendinga hefur aukist mjög á síðustu árum, með sérstakri áherslu á unglinga.
    Internetið er að miklu leyti notað til samskipta, sérstaklega meðal unglinga. Fjölmargar samskiptaleiðir standa til boða á internetinu, en rýnt verður í niðurstöður Hagstofunnar og SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) um notkun á samskiptaleiðum internetsins.
    Fjallað verður um þróun sjálfsmyndar unglinga samkvæmt kenningum Erik Erikson og James Marcia, sem sýna fram á mikilvægi þess að einstaklingar þrói með sér heilbrigða sjálfsmynd á unglingsárunum. Samskipti unglinga við jafnaldra sína skipta höfuðmáli í þróun sjálfsmyndar þeirra og þar sem samskiptin fara í auknum mæli fram á internetinu verða áhrif tölvumiðlaðra samskipta könnuð.
    Skoðaðar verða kenningar um tölvumiðluð samskipti og eiginleika þeirra. Sérstaklega verður hugað að möguleikum tölvumiðlaðra samskipta til að stuðla að persónulegri tjáningu og verða milliliður fyrir náin samskipti.
    Loks verður rýnt í niðurstöður spurningalistakönnunar sem var lögð fyrir 18 unglinga á aldrinum 13–16 ára. Í könnuninni var grennslast fyrir um upplifun unglinga á möguleikum tölvumiðlaðra samskipta til þess að miðla nánum samskiptum og stuðla að persónulegri tjáningu. Niðurstöður könnunarinnar eru bornar saman við kenningar um tölvumiðluð samskipti.
    Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að munurinn á tölvumiðluðum samskiptum og samskiptum sem eiga sér stað augliti til auglitis sé minni en áður var talið. Fræðimenn hafa jafnvel haldið því fram að tölvumiðluð samskipti geti verið nánari og stuðlað að aukinni persónulegri tjáningu en samskipti sem eiga sér stað augliti til auglitis. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að fræðin eru ný af nálinni og eiginleikar tölvumiðlaðra samskipta eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þar að auki eru einstaklingar einnig mismunandi og því ekki hægt að fullyrða að áhrif tölvumiðlaðra samskipta séu þau sömu á alla unglinga.

Samþykkt: 
  • 19.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tolvumidlud samskipti SHJ.pdf240.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna