is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1832

Titill: 
  • „...það var ekki þannig að það væri haldið í hendina á mér út í starfið“ : leiðsögn í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að sjá hvort leiðsögn sé til staðar í leikskólum og hvaða gildi leiðsögnin hafi fyrir starfsfólkið. Einnig var markmiðið að kanna hvort tengsl væru á milli leiðsagnar og mikilla mannabreytinga en slíkt hefur einkennt leikskólastarf síðustu ár. Til að svara þessu var framkvæmd samanburðar- tilviksrannsókn. Tveir leikskólar tóku þátt í rannsókninni, í öðrum hefur verið stöðugleiki í starfsmannahaldi en hinum óstöðugleiki. Tekin voru sex viðtöl við tvo deildarstjóra, tvo leiðbeinendur með langa starfsreynslu og tvo nýja starfsmenn.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að leiðsögnin var að mestu óformleg og fléttast inn í starfið á deildinni. Flestir þátttakendur töldu leiðsögn vera mjög mikilvægan lið í skólastarfinu og þörf væri á að koma henni betur inn í starfið. Mismikil leiðsögn var til staðar og það sem greindi leikskólana að var ólíkt viðhorf stjórnanda varðandi fagþroska starfsfólks og ólík menning innan skólanna. Í báðum leikskólunum var almenna starfsfólkið inni á deildum frekar fast í beinum athöfnum, faglegur orðaforði og fagvitund var ábótavant. Vísbendingar komu fram um að ekki væru gerðar nógu miklar kröfur til deildarstjóra sem stjórnanda og stuðningur við þá í starfi væri ekki fullnægjandi. Niðurstöður sýna að ekki sé hægt að álykta að skortur á leiðsögn sé eina ástæða mikilla mannabreytinga þar sem aðrir áhrifaþættir komu fram s.s. menning skólans, stjórnunarstíll og laun.
    Lykilorð: Handleiðsla, mannekla.

Athugasemdir: 
  • Leikskólabraut
Samþykkt: 
  • 1.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1832


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.pdf488.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna