is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18330

Titill: 
  • Spilafíkn: Spilahegðun og algengi spilavanda meðal pókerspilara á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna spilahegðun og leggja mat á algengi spilavanda hjá hentugleikaúrtaki pókerspilara sem heimsóttu heimasíðu Pókersambands Íslands árið 2010. Alls tóku 193 þátt í rannsókninni, þar af voru 190 karlar og 3 konur. Spilahegðun og algengi spilavanda meðal þátttakenda voru borin saman við spilahegðun og algengi spilavanda meðal almennings árið 2011 og erlendar rannsóknir. Póker með spilum þar sem spilað er upp á pening var algengasta og vinsælasta peningaspilið. Algengasta peningaspilið fyrir utan póker var lottó. Hlutfall þeirra sem áttu í nokkurri hættu á spilavanda var 35,8%, hlutfall líklegrar spilafíknar var 4,1% og var algengi spilavanda því 39,9% í heildina. Árið 2011 var spilavandi meðal almennings á Íslandi 2,5% og því má álykta að spilavandi sé mun algengari meðal pókerspilara en meðal almennings á Íslandi. Aðeins 5,2% þeirra sem áttu við spilavanda að stríða höfðu leitað sér hjálpar. Þeir sem áttu við spilavanda að stríða voru að spila miklu oftar en aðrir og voru helst að spila til að græða pening. Viðhorf almennings árið 2011 á Íslandi gagnvart peningaspilum var frekar neikvætt en viðhorf þátttakenda í þessari rannsókn var frekar jákvætt. Út frá þessu má álykta að viðhorf pókerspilara gagnvart peningaspilum sé jákvæðara en viðhorf almennings á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agða Ingvarsdóttir og Sif Elíasdóttir Bachmann.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna