is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18335

Titill: 
  • Birtingarmynd kynjanna í auglýsingum: Viðhorf neytenda og kaupáform
  • Titill er á ensku The appearance of genders in advertisements: Consumers perceptions and buying decisions
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Auglýsingar eru daglega fyrir augum neytenda og hvert sem litið er í nánasta umhverfi þeirra má nánast undantekningalaust sjá ummerki einhvers konar kynningarstarfs. Með ört vaxandi samkeppni á viðskiptamarkaði berjast auglýsendur um sýnileika og leita allra leiða til þess að ná athygli neytenda og staðsetja vörur og/eða þjónustu sína í hugum þeirra. Í sumum tilvikum virðist sem auglýsendur hugsi einungis um hag fyrirtækisins þegar vörur og/eða þjónusta eru auglýstar og gildir þá einu hvort um siðferðislega rétta nálgun sé að ræða eða ekki. Auglýsingar hafa verið gagnrýndar fyrir að hafa slæm áhrif á neytendur til að mynda með niðurlægjandi birtingarmynd kynjanna sem eru taldar skapa neikvæðar staðalímyndir. Svo virðist vera sem neytendur séu almennt orðnir meðvitaðri um niðurlægjandi birtingarmynd kynjanna í auglýsingum og hvaða neikvæðu áhrif slík mynd getur haft í för með sér en hefur vitundarvakning þeirra leitt til þess að neytendur sniðgangi vörur sem eru auglýstar með þessum hætti eða hefur samfélagið kosið að hunsa slíkar staðalímyndir?
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf neytenda til birtingarmynda kynjanna í auglýsingum og hvort tengsl væru á milli þessara viðhorfa og álits neytenda á fyrirtækjum, sem gæti haft áhrif á kaupáform þeirra. Rannsóknarsniðið var megindleg aðferð þar sem spurningakönnun var send út á veraldarvefnum. Niðurstöður bentu til þess að þátttakendur teldu að birtingarmynd kynjanna í auglýsingum væri í nokkru samræmi við ákveðnar staðalímyndir sem samfélagið hefur mótað. Tengsl reyndust vera á milli birtingarmynda kynjanna í auglýsingum og á ímynd fyrirtækja. Viðhorf þátttakenda til fullyrðinga sem viðkomu kaupáformum neytenda var nokkuð skipt og ekki var hægt að greina marktæk tengsl á milli birtingarmynda kynjanna í auglýsingum og kaupáform neytenda. Ritgerðin gefur auglýsendum gagnlegar vísbendingar um hvort niðurlægjandi birtingarmyndir kynjanna í auglýsingum hafi áhrif á rekstur þeirra, þar sem afstaða neytenda til einstakra auglýsinga geta haft áhrif á ímynd fyrirtækja og hvort auglýsingar leiði til kaupa.

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NannaLara.pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna