is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18336

Titill: 
  • Áhættuþættir fyrir fæðingarótta: Fræðileg úttekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fæðingarótti er fyrirbæri sem fengið hefur aukna athygli rannsakenda og í ljós hefur komið að er þó nokkuð algengt á meðal barnshafandi kvenna bæði á meðgöngu og í kringum fæðingu. Á undanförnum árum hefur valkeisarafæðingum farið fjölgandi og hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli þess og ótta kvenna við fæðingu.
    Tilgangur þessa verkefnis er að skoða áhættuþætti fyrir fæðingarótta með það að markmiði að komast að því hvaða konur eru í aukinni hættu á að skynja fæðingarótta. Lesnar voru rannsóknir og greinar sem fjölluðu um áhættuþætti og orsakir fæðingarótta, tíðni hans og reynslu kvenna af fæðingum. Við lestur og greiningu þeirra gagna sem aflað var greindu höfundar þrjú meginþemu sem lýsa áhættuþáttum fyrir fæðingarótta. Þessi þemu eru neikvæð fæðingarreynsla, sálræn og geðræn vandamál og félagslegir og einstaklingsbundnir þættir. Neikvæð fæðingarreynsla hefur sterk tengsl við fæðingarótta og því mikilvægt að greina þá þætti sem hafa áhrif á fæðingarreynslu, s.s. sjálfsöryggi kvenna og stuðning heilbrigðisstarfsfólks, með það að markmiði að bæta upplifun kvenna af fæðingu og minnka fæðingarótta. Sálræn og geðræn vandamál geta aukið líkur á fæðingarótta kvenna og sýna niðurstöður úttektarinnar að kvíði og þunglyndi hafa sterk tengsl við fæðingarótta. Félagslegar aðstæður og einstaklingsbundnir þættir líkt og hjúskaparstaða, menntun og varnarleysi geta einnig haft áhrif á líkur þess að konur skynji fæðingarótta.
    Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé vakandi fyrir áhættuþáttum fyrir fæðingarótta hjá konum sem sækja heilbrigðisþjónustu á meðgöngu þar sem fæðingarótti getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér.
    Lykilorð: fæðingarótti, fæðingarreynsla, sjálfsöryggi, stuðningur, kvíði og þunglyndi.

  • Útdráttur er á ensku

    Fear of childbirth is a common phenomenon among pregnant women and can occur before, during and after birth. In the past few years the frequency of elective ceasarean section has increased and studies have shown a link between increased frequency and women’s fear of childbirth.
    The purpose of this review is to examine risk factors for childbirth related fear, with the aim to determine which women are at increased risk of experiencing fear of childbirth. Reaserches and articles that discuss risk factors and causes for childbirth related fear, its frequency and women's birth experience were read. After reading and analysing the data obtained, authors identified three main themes. These themes are negative birth experience, psychological and mental health problems and social and personal characteristics. A negative birth experience has a strong correlation to fear of childbirth so it is important to identify factors that can affect women’s birth experience, such as women’s self-efficacy and the support of healthcare professionals, with the aim of improving their experience of birth and reducing childbirth related fear. Psychological and mental health problems can increase the risk of women’s experience of childbirth related fear and the results of this examination shows that anxiety and depression have a strong correlation to fear of childbirth. Social conditions and personal characteristics such as marital status, education and vulnerability may also affect the probability of women experiencing childbirth related fear.
    It is important that health professionals are aware of risk factors for childbirth related fear in women seeking health care during pregnancy because of the negative consequences that fear of childbirth can entail.
    Keywords: fear of childbirth, birth experience, self-efficacy, support, anxiety and depression.

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhættuþættir fyrir fæðingarótta.pdf529.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna