is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1833

Titill: 
  • Streita í lífi leikskólabarna : afleiðingar streitu fullorðinna á streitueinkenni barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um áhrif streitu fullorðinna á streitueinkenni barna sem birtast í hegðun, líðan og líkamlegum einkennum. Til þess að komast að því hvort orsakatengsl séu þar á milli, studdist ég við fræðigreinar og rit um streitu. Jafnframt aflaði ég gagna með eigindlegum viðtölum í þeim tilgangi að setja heimildirnar í samhengi við íslenskt leikskólastarf og öðlast dýpri skilning á því hvernig viðmælendur mínir upplifðu áhrif streitu í starfi með börnum. Viðmælendur voru alls fjórir, kvenkyns leikskólakennarar á aldrinum 35–54 ára og höfðu þær allar umtalsverða reynslu af leikskólastarfi. Ritgerðin er byggð upp á þremur meginþáttum. Í fyrsta lagi, skilgreiningu á streitu og áhrifum og afleiðingum streitu fyrir börn og fullorðna. Í öðru lagi fjalla ég um samfélagið sem streituvald fyrir starfsfólk leikskóla, fjölskyldur og börn og í þriðja lagi tek ég fyrir forvarnir gegn streitu. Með hliðsjón af heimildakönnun og viðtölum, má draga þá ályktun að samhengi sé á milli streitu fullorðinna og streitueinkenna barna.

Athugasemdir: 
  • Leikskólabraut
Samþykkt: 
  • 1.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Streita í lífi leikskólabarna.pdf304.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna