is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18359

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á lestrarfærni tveggja drengja með lestrarörðugleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stýrð kennsla er raunprófuð kennsluaðferð sem hefur reynst vel í kennslu á lestri, stærðfræði og tungumálum. Aðferðin er skýr, kerfisbundin og var hönnuð til að hámarka afköst kennara og árangur nemenda. Algengt er að nota fimiþjálfun samhliða stýrðri kennslu. Fimiþjálfun er kerfisbundin mælingaraðferð og felst í því að gerðar eru daglega mælingar og niðurstöður færðar inn í graf. Út frá grafinu geta nemendur og kennarar síðan fylgst með framförum og séð hvaða kennsluaðferðir og námsefni henti nemandanum best. Þessar aðferðir hafa lítið verið notaðar hér á landi þrátt fyrir að þörf fyrir sérkennslu hafi aukist á síðasta áratug. Markmið þessarar rannsóknar var að auka færni tveggja drengja, sem höfðu glímt við lestrarörðugleika í nokkur ár, með stýrðri kennslu og fimiþjálfun. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að lestrarfærni drengjanna jókst og er það í samræmi við fyrri rannsóknir á kennsluaðferðinni.

Samþykkt: 
  • 23.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Andrea, Harpa og Rakel.pdf363.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna