is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1837

Titill: 
  • Lífsskoðanaleg forsjá við skilnað foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari var leitað svara við því hver væri réttur/staða barna ef foreldrar skilja og annað foreldrið fer í nýtt trúfélag. Þrjár rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi. Hver er réttur/staða barna við skilnað foreldra? Á að leyfa börnum að velja milli foreldra t.d. vilja þau lifa eins og móðirin eða eins of faðirinn? Þegar foreldrar eru ekki í sama trúfélagi, á barnið að fylgja móður eða föður? Til að svara þessum spurningum var byrjað á að fjalla um skilnað. En þar kom fram að skilnaður er alltaf erfiður, bæði fyrir börn og foreldra. Því næst var rætt um réttindi og skyldur sem skoðað var í ljósi laga og alþjóðasamþykkta og þar kom skýrt fram að hagsmunir barna skuli alltaf hafðir að leiðarljósi. Næst var fjallað um forsjá. Þar kom fram að foreldrar fara sameiginlega með forsjá, nema annað sé ákveðið. Til að fá innsýn í hvaða skoðun trúfélög hafa um þessi mál, voru fimm trúfélögum sendar spurningar um það hvort það væri betra fyrir börn að kynnast bara einu trúfélagi eða báðum ef foreldra væru ekki í sama trúfélagi. Niðurstaða úr svörum trúfélaga var að börn skyldu tilheyra öðru trúfélaginu en hefðu rétt á því að kynnast báðum. Í lok ritgerðarinnar koma fram niðurstöður og ályktanir um þetta málefni sem benda til að þetta sé líklega málaflokkur sem eigi eftir að koma meira uppá yfirborðið í nánustu framtíð, með breyttu þjóðfélagsmynstri.

Athugasemdir: 
  • Leikskólabraut
Samþykkt: 
  • 2.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JohannaThor_lokaverk.pdf194.17 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna