is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18393

Titill: 
  • Mótefnalitanir til aðstoðar greiningu blöðruhálskirtilskrabbameins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Mótefnalitanir hafa aukist síðustu ár til aðstoðar meinafræðingum þegar greina á milli góðkynja og illkynja æxlis. Við greiningu á blöðruhálskirtilskrabbameini eru mótefnalitanir oftast notaðar í tvennskonar tilgangi annarsvegar á nálarsýnum til að greina á milli lággráðu blöðruhálskirtilskrabbameins og góðkynja kirtla sem svipar til æxlis og hinsvegar í meinvörpum til að gefa vísbendingar um upprunastað æxlis. Algengustu mótefnin sem notuð eru við greiningar á blöðruhálskirtilskrabbameini eru AMACR, p63 og 34βE12 sem gefa mismunandi litunarniðurstöður milli góðkynja og illkynja kirtla. Í hluta vefjasýna sem tekin eru til mats m.t.t. greiningu illkynja vaxtar getur verið erfitt að fá trausta greiningu með venjubundnum vefjarannsóknum, sérstaklega í smáum nálarsýnum. Því væri mikill ávinningur í því að fá fleiri litanir sem gætu reynst gagnlegar í þessu sambandi. Niðurstöður diplómaverkefnis í lífeindafræði 2013 sýndu fram á neikvæða litun mótefnisins CK7 í blöðruhálskirtilskrabbameini en jákvæða litun í góðkynja blöðruhálskirtilsvef sem gaf vísbendingar um að hugsanlega gæti það verið góð viðbót við hefðbundnar mótefnalitanir, en reyndar voru tilfellin fá.
    Markmið: Markmið verkefnisins var að rannsaka hvort hægt væri að nota CK7 litun til aðstoðar við greiningu blöðruhálskirtilskrabbameins ásamt því að bera hana saman við hefðbundnar mótefnalitanir sem notaðar hafa verið við greiningu æxlisins.
    Efni og aðferðir: Notuð voru samtals 150 vefjasýni frá alls 150 sjúklingum í rannsóknina sem lituð voru með mótefnunum AMACR, p63, 34βE12 og CK7 auk H&E litunar. Sýnin voru metin eftir styrkleika og dreifanleika litunarinnar bæði í æxlisvef og góðkynja vef. Styrkleikinn var annaðhvort metinn sterkur eða veikur og dreifanleikinn var metinn í plúsum eftir því hvort litunin var dreifð (+++) eða staðbundin (+/++).
    Niðurstöður: Tjáning AMACR í blöðruhálskirtilskrabbameini sýndi fram á að 75% sýnanna voru með sterka og dreifða litun í æxlisvef og aðeins eitt sýni var neikvætt. Í góðkynja vef var AMACR jákvætt í 48% tilfella en mestur hluti þess var með sterka litun þar sem aðeins fáar frumur lituðust. Í mörgum tilfellum þar sem AMACR greindist jákvætt í góðkynja vef voru PIN breytingar til staðar. Í blöðruhálskirtilskrabbameini var p63 neikvætt í öllum tilfellum nema einu en í góðkynja blöðruhálskirtilsvef var tjáning p63 sterk og dreifð í 92% tilfella. Tjáning 34βE12 var neikvæð í æxlisvef í öllum tilfellum nema tveimur en í góðkynja vef greindust 91% sýnanna með sterka og dreifða litun. Tjáning CK7 í blöðruhálskirtilskrabbameini var neikvæð í 77% tilfella og sterk og staðbundin (+) í 23% tilfella en þá var alltaf um sérstakt doppótt litamynstur að ræða. Litun CK7 í góðkynja blöðruhálskirtilsvef var í öllum tilfellum sterk, 40% var dreifð og 60% staðbundin. Góðkynja kirtlar á svæðum nálægt þvagrás voru gjarnan CK7 neikvæðir.
    Ályktanir: Mótefnalitun með CK7 var að koma býsna vel út úr rannsókninni og greindi nokkuð vel á milli góðkynja og illkynja vefja og gæti hugsanlega verið hægt að nota sem viðbót í einhverjum tilfellum. En hinsvegar er það ekki að koma eins vel út og basalfrumu mótefnin p63 og 34βE12.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Immunohistochemical staining has been increasingly used to help pathologists distinguish benign glands from malignant tumour. Immunohistochemistry is used in two different clinical setting when diagnosing prostate cancer. Firstly in needle biopsies to distinguish low-grade prostatic cancer from a benign mimics. Secondly, it is applied, in metastatic tumours, to establish the prostatic origin. AMACR, p63 and 34βE12 are the most common antibodies used in the diagnosis of prostate cancer with different staining results between benign and malignant glands. It can be difficult in small samples to rely on routine histological staining in assessing malignant growth. Therefore it would be beneficial to have more markers that could be useful in this regard. Results of a diploma study in Biomedical Science in 2013 showed negative staining with CK7 antibody in prostate cancer but positive staining in benign prostate tissue, although this was based on only a few samples. This was suggestive that possibly it could be a good supplement to traditional markers.
    Aims: The aims of the study was to analyse if CK7 staining could be used in distinguishing prostate cancer from benign tissue and thus help pathologist come to a decision whether glands are benign or malignant. Also to compare the staining of CK7 to traditional markers.
    Material and methods: A total of 150 tissue specimens from 150 patients were obtained and stained with antibodies AMACR, p63, 34βE12 and CK7 as well as H&E staining. The specimens were evaluated by the intensity and diffusibility of the staining in benign and malignant tissue. Staining intensity was scored as either strong or weak and diffusibility was scored as +/++/+++ depending on whether the staining was diffused or focal.
    Results: AMACR expression was detected in 75% of the cases with strong and diffuse staining in prostate cancer and only one case was completely negative. AMACR positivity of benign tissue was detected in 48% of cases where the greater part of it did have strong staining and only few cells were stained. In many cases were AMACR was detected positive in benign glands it was in PIN changes. All cases except one were negative for P63 in prostate cancer but 92% of cases expressed p63 with strong, diffused staining in benign tissue. Expression of 34 βE12 was negative in all cases except two in prostate cancer but 91% of cases expressed 34βE12 in benign tissues with strong and diffuse staining. CK7 expression in prostate cancer was negative in 77% of cases but strong and focally (+) positive in 23% of cases. In those positive cases a specific staining pattern was present in all cases. CK7 staining in benign prostate tissue was in all cases strong, 40% was diffuse and 60% focal. Benign glands around the urethra appeared to be CK7 negative in most cases.
    Conclusion: Immunohistochemical analysis with CK7 in the study was somewhat good with good in distinguishing benign glands from malignant and could possibly beneficial as an additional marker for that purpose in some cases. However the results of CK7 are not as good as the results of the basal cell markers, p63 and 34βE12.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Landspítala
Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð.pdf2.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna