is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18414

Titill: 
  • Fósturhreyfingar. Minnkaðar fósturhreyfingar
Útdráttur: 
  • Besta vísbendingin um góða líðan fósturs er af mörgum talin reglulegar og góðar hreyfingar þess. Mismunandi er hvað konur skynja mikið af hreyfingum og getur ýmislegt dregið úr skynjun þeirra, til dæmis ef fylgja er á framvegg og ofþyngd. Talið er að allt að 16% kvenna skynji minnkaðar fósturhreyfingar á meðgöngu. Niðurstöður rannsókna sýna að það er hægt að tengja um 25% þeirra við óhagstæða útkomu meðgöngunnar svo sem vaxtarskerðingu, fyrirburafæðingu eða andvana fæðingu barns. Konur sem eru of þungar, konur sem reykja eða eru eldri en 35 ára eru í meiri hættu á óhagstæðari útkomu. Einnig þær konur sem skynja minnkaðar fósturhreyfingar endurtekið og þær sem bíða lengi með að leita ráða, það er meira en 48 klukkustundir með minnkaðar hreyfingar eða meira en 24 klukkustundir með engar hreyfingar. Minnkaðar fósturhreyfingar valda áhyggjum hjá konum og eru algeng ástæða fyrir aukaskoðun á meðgöngu. Ráðleggingar í mæðravernd til þessara kvenna virðast vera breytilegar og misvísandi, einnig virðist misjafnt hvaða meðferð þær fá.
    Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að skoða: Skilgreiningu á eðlilegum og minnkuðum fósturhreyfingum. Hvaða afleiðingar minnkaðar fósturhreyfingar geta haft. Hvaða meðferð skili bestu útkomu fyrir móður og barn og hvaða áherslur ljósmæður eigi að hafa í fræðslu og ráðleggingum til kvenna um fósturhreyfingar.
    Rannsóknir sýna að konur eru ekki nægilega vel upplýstar um eðlilegar hreyfingar né hvað skuli gera ef breyting verður á hreyfingarmunstri barns og heilbrigðisstarfsfólk er jafnframt misvel að sér um þetta efni. Það hefur sýnt sig að aukin fræðsla til mæðra og að heilbrigðisstarfsfólk hafi klíniskar leiðbeiningar til viðmiðunar í starfi, geti bætt útkomu meðgöngunnar hjá konum sem skynja minnkaðar fósturhreyfingar.
    Lykilorð: Fósturhreyfingar, eðlilegar fósturhreyfingar, minnkaðar fósturhreyfingar, virkni fósturs, vellíðan fósturs.

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fósturhreyfingar lokaritgerð.pdf583.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna