is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18422

Titill: 
  • Efniseiginleikar steinefna af hafsbotni Kollafjarðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Úti við eyjarnar í Kollafirði í nágrenni Reykjavíkur hefur möl og sandur verið unnin af hafsbotni í meira en 40 ár. Jarðefnin hafa verið tekin úr fjölmörgum námum víðsvegar um fjörðinn. Orkustofnun fer með leyfisveitingavaldið fyrir efnistöku af hafsbotni og átti Orkustofnun frumkvæðið að þessari rannsókn og fjármagnaði hana. Markmið verkefnisins er að meta hvort munur sé á gæðum einstakra svæða og hvað það sé í ásýnd og eiginleikum efnanna sem skýrir þann mun sé hann til staðar. Þau efnistöku-svæði sem skoðuð voru í rannsókninni eru Viðeyjarflak, Engey, Þerney, Lundey, Saltvík, Álfsnes og Leiruvogur. Möl og sandur hafa verið tekin á mun fleiri stöðum á Kollafjarðasvæðinu, en þau svæði voru ekki skoðuð þar sem vinnslu frá þeim hefur verið hætt eða ekki verið veitt leyfi til efnistöku þar.
    Farið var með dæluskipi á ofangreind efnistökusvæði og nokkur sýni tekin úr þeim með dælubúnaði skipsins. Unnið var úr sýnunum á rannsóknarstofu Nýsköpunarmiðsstöðvar Íslands og Steypustöðvarinnar. Sýnin voru öll meðhöndluð á sama hátt og prófuð á mismunandi vegu samkvæmt viðurkenndum prófunaraðferðum og Evrópustöðlum til að meta efniseiginleika þeirra sem best og á sem fjölbreyttastan hátt. Þær prófunar- og mæliaðferðir sem framkvæmdar voru á sýnunum voru kornadreifing, berggreining, frostþolspróf, Los Angeles próf, punktálag, bergsamsetning malar, kornarúmþyngd og mettivatn malarsýna. Einnig voru sýni tekin uppi á fasta landinu til samanburðar við sýnin af hafsbotni Kollafjarðar og voru þau tekin í fjörunni við Saltvík á Kjalarnesi og úr setlögum í Leirvogstungumel.
    Helstu niðurstöður eru þær að efnið á botni Kollafjarðar virðist ekki vera komið langt að, heldur er sennilegt að uppruni efnisins sé nokkuð staðbundinn og að það hafi myndast að mjög stórum hluta við rof úr nærliggjandi eyjum og hraunlögum. Upprunabergið er mjög sennilega bólstra- og bólstrabrotaberg ásamt nærliggjandi hraunlögum.

Styrktaraðili: 
  • Orkustofun
    Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ)
Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Kristinn Lind Guðmundsson - eintak til skemmen.is.pdf3.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna