is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18433

Titill: 
  • Fræðsluþarfir heilablóðfallssjúklinga og nánustu aðstandenda þeirra: Fræðilegt yfirlit
  • Titill er á ensku Educational needs of stroke patients and their caregivers: Literature review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi greinast um 600 einstaklingar með heilablóðfall á ári hverju. Í vestrænum ríkjum er það algengasta ástæða þess að fullorðið fólk fær varanlega fötlun. Líf fólks getur breyst til muna eftir heilablóðfall og fara áhrifin eftir því hversu alvarlegt heilablóðfallið er. Áhrifa getur gætt á líkamlega og vitræna getu auk þess sem andleg vanlíðan er algeng meðal heilablóðfallssjúklinga. Margir sjúklinganna þurfa á mikilli endurhæfingu að halda auk aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Nánustu aðstandendur geta skyndilega þurft að takast á við umönnun einstaklings sem áður var heilbrigður. Fræðsla til bæði heilablóðfallssjúklinga og aðstandenda þeirra er því mjög mikilvæg. Þannig öðlast þeir þekkingu á sjúkdómnum og aukna getu til að takast á við afleiðingar hans.
    Tilgangurinn með þessu fræðilega yfirliti var að skoða fræðslu til heilablóðfallssjúklinga og nánustu aðstandenda þeirra. Eftirfarandi rannsóknarspurningum var svarað:
    •Hvernig er fræðsluþörfum heilablóðfallssjúklinga og nánustu aðstandenda þeirra mætt?
    •Hverjar eru fræðsluþarfir heilablóðfallssjúklinga og nánustu aðstandenda þeirra á mismunandi tímabilum í bataferlinu?
    •Hvers konar framsetning fræðslu hentar heilablóðfallssjúklingum og nánustu aðstandendum þeirra?
    •Hverju skilar fræðsla til þessa sjúklingahóps og aðstandenda þeirra?
    Við gerð þessarar fræðilegu samantektar var leitað í gagnasöfnum PubMed, ProQuest, OVID, Cinahl, Sciencedirect og í Hirslunni. Áhersla var lögð á notkun rannsóknargreina í samantektinni.
    Samkvæmt niðurstöðunum var fræðsluþörfum heilablóðfallssjúklinga og nánustu aðstandenda þeirra ekki mætt nægilega vel. Fræðsluþarfir þeirra voru mismunandi eftir því hvar í bataferlinu þeir voru staddir. Í upphafi snúast fræðsluþarfirnar meira um heilbrigðistengda þætti líkt og rannsóknarniðurstöður, greiningu og batahorfur. Þær þarfir dvína þegar frá líður og í staðinn koma fræðsluþarfir tengdar endurhæfingu, umönnun og aðlögun að breyttu lífi. Heilablóðfallssjúklingar og nánustu aðstandendur þeirra vilja helst munnlega fræðslu ásamt skriflegum upplýsingum. Sérsniðin fræðsla uppfyllir fræðsluþarfir betur en almenn fræðsla. Fullnægjandi fræðsla og stuðningur dregur úr kvíða og óvissu varðandi sjúkdóminn ásamt því að gera sjúklinginn og aðstandendur hans betur í stakk búna til að takast á við sjúkdóminn. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar séu meðvitaðir um þessa þætti við skipulagningu fræðslu til þessa hóps.
    Lykilorð: Heilablóðfall, endurhæfing, fræðsluþarfir, heilablóðfallssjúklingar, nánasti aðstandandi, stuðningur, álit á eigin færni.

  • Útdráttur er á ensku

    In Iceland, about 600 individuals are diagnosed with stroke each year. In western countries it is the most common reason for adults receiving permanent disability. People's lives can change dramatically after a stroke and the impact will depend on how severe the stroke is. The effects can have impact on the physical and cognitive abilities as well as mental distress is common among stroke patients. Many patients require extensive rehabilitation and assistance with activities of daily living. Closest relatives may suddenly become caregivers of an individual who was previously healthy. Education for both stroke patients and their families is therefore very important. Thus they gain knowledge of the disease and how to deal with it's consequences.
    The purpose of this literature review was to examine education for stroke patients and their families. The following research questions were answered:
    •How are the educational needs of stroke patients and their caregivers met?
    •What are the educational needs of stroke patients and their caregivers at different periods in the recovery process?
    •What form of education is suitable for stroke patients and their caregivers?
    •What do patients and their caregivers gain from education?
    In the process of writing this literature review we searched the databases PubMed, ProQuest, OVID, Cinahl, Sciencedirect and in the Icelandic database Hirslan. Emphasis was placed on the use of research articles in the literature review.
    According to the results the educational needs of stroke patients and their caregivers were not met adequately. Educational needs were different depending on where in the recovery process, they were present. Initially educational needs are more about health related issues such as research, diagnosis and prognosis. These needs wear off over time and instead educational needs related to rehabilitation, care and adaptation to changed lives take over. Stroke patients and their caregivers prefer verbal education along with written information. Tailored education meets educational needs better than general education. Adequate information and support reduces anxiety and uncertainty about the disease as well as to render the patient and his caregiver better equipped to deal with the disease. It is important that nurses are aware of these factors when planning education for this group of patients and their caregivers.
    Keywords: Stroke, rehabilitation, educational needs, stroke patients, caregiver, support, self-efficacy.

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fræðsluþarfir heilablóðfallssjúklinga og nánustu aðstandenda þeirra.pdf255.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna