is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18443

Titill: 
  • Forgangsröðun hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjúklingum sem leita á bráðamóttökur fer fjölgandi, sem veldur álagi og er því mikilvægt að unnið sé áreiðanlega við forgangsröðun sjúklinga. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki við forgangsröðun sjúklinga. Árið 2009 var svokallað ESI forgangs¬röðunarkerfi (Emergency Severity Index) tekið í notkun á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða forgangsröðun hjúkrunarfræðinga sem starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Rannsóknin er sú fyrsta sem skoðar forgangsröðun hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Landspítala. Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og var gögnum aflað með fjölvalsspurningalista, sem sendur var rafrænt til þátttakenda. Úrtak rannsóknarinnar voru allir hjúkrunarfræðingar sem starfa við forgangsröðun á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi, alls 62 hjúkrunarfræðingar. Svarhlutfall í rannsókninni var tæp 52% (n=32). Meðalstarfsreynsla þátttakenda var 9,7 ár sem spannaði 3 til 35 ár.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru sambærilegar erlendum rannsóknum sem gerðar hafa verið á forgangsröðun hjúkrunarfræðinga. Þátttakendur forgangsröðuðu rétt samkvæmt ESI handbók í rúmlega 70% tilvika, yfirforgangsröðuðu í 13% tilvika og undirforgangsröðuðu í um 17% tilvika. Þátttakendur með minna en 5 ára starfsreynslu á bráðasviði voru með hæsta hlutfall réttrar forgangsröðunar og þeir með yfir 11 ára starfsreynslu á bráðasviði höfðu hlutfallslega lægstu réttu forgangsröðunina.
    Niðurstöður gefa til kynna að munur sé á forgangsröðun hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Landspítala, sem vert er að skoða nánar. Taka verður tillit til takmarka rannsóknarinnar, svo sem lágs svarhlutfalls þátttakenda. Mikilvægt er að skoða og meta forgangsröðun sjúklinga á bráðamóttöku regulega, svo hægt sé að bæta og samræma ef þörf er á.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsritgerd.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna