is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18457

Titill: 
  • Skilningur ungra barna á ólíkum setningagerðum. Þróun, kynjamunur, tengsl við menntun foreldra og lestrarvenjur fjölskyldunnar
  • Titill er á ensku Young children´s comprehension of different syntactic structures
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvernig skilningur ungra barna á ólíkum setningagerðum þróast eftir aldri og hvort kyn barna, menntun foreldra þeirra eða það, hversu mikið lesið er fyrir börnin og hvernig, hafi þar áhrif. Setningafræðipróf dr. Sigríðar Magnúsdóttur, sem prófar skilning á tíu ólíkum setningagerðum, var lagt fyrir 120 eintyngd, íslensk börn, án greindra raskana, á fjórum hálfs árs aldursbilum frá 2;6 – 5;11 ára og var kynjahlutfall jafnt í þeim öllum. Úrtakið var hentugleikaúrtak úr sjö leikskólum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.
    Helstu niðurstöður eru þær að af þeim tíu mismunandi setningagerðum sem prófaðar voru eiga börn á aldrinum 2;6 – 5;11 ára auðveldast með að skilja nýju þolmyndina, germyndarsetningar og spurnarsetningar með hefðbundinni, íslenskri orðaröð. Erfiðast eiga ung börn með að skilja setningagerðir sem innihalda færða setningarliði, svo sem kjarnafærslusetningar með hjálparsögn, klofningssetningar með andlagseyðu og spurnarsetningar með óhefðbundinni orðaröð. Skilningur á þolmynd eykst umtalsvert við fjögurra ára aldur og hafa börn náð góðum tökum á þeirri setningagerð við fimm ára aldur. Að meðaltali er stígandi í skilningi barna á ólíkum setningagerðum með hækkandi aldri og er sá munur marktækur milli flestra aldursbila í þessari rannsókn. Ekki reyndist marktækur munur á milli kynja, þótt meðaltal stúlkna væri oftar hærra en drengja. Ekki var heldur marktækur munur á skilningi ungra barna á ólíkum setningagerðum eftir menntun foreldra, né heldur eftir því hversu mikið lesið er fyrir börn eða á hvaða hátt. Mikil dreifing reyndist vera í gagnasafninu sem samræmist þeirri staðreynd að mikill breytileiki er í málþroska ungra barna almennt.
    Hér hefur fengist skýrari mynd en áður var til af þróun skilnings íslenskra barna á tíu mismunandi setningagerðum og ákveðin viðmið eru orðin til fyrir hvert aldursbil varðandi það hvenær ætla má að börn skilji þessar setningagerðir. Um leið hefur verið gerð forprófun á Setningafræðiprófinu, sem til stendur að staðla fyrir börn á leikskólaaldri.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study is to investigate how young children´s comprehension of different syntactic structures developes with age and whether this is affected by the children´s gender, their parents´ education, by the amount of reading they receive or how the reading is performed. Dr. Sigríður Magnúsdóttir´s Syntax Test, which includes testing of ten different sentence types, was administered to 120 monolingual Icelandic children, who did not have any diagnosed disorders, in four age groups between ages 2;6 – 5;11 with equal gender ratio in all of the tests. Convenience sampling was used from seven day care centers in the Souther Iceland and the Westman Islands.
    The main results of this study are that children from the ages 2;6 – 5;11 have the best ability to understand the new passive sentences, active sentences and interrogative sentences with traditional Icelandic word order. More difficult is for them to understand types of sentences that include moved phrases such as topicalization with auxiliary verb, cleft sentences with object gap and interrogative sentences with nontraditional word order. Understanding of passive sentences increases considerably by age four and children have mastered that type of sentence at the age of five. On average, there is an increase in children´s understanding of different types of sentences as they get older and this difference is statistically significant between most age groups in this study. There was no significant difference between the genders, although the average for the girls was usually higher than for the boys. There was no significant difference between young children´s understanding of different types of sentences and their parents´ education, nor how much is being read for them or in what way they are being read for. There was a wide distribution in the database which coincides with the fact that there is considerable difference in language development of young children in general.
    This study gives a clear picture of the development of Icelandic children´s comprehension of ten various types of sentences and certain references are set for each age group regarding their understanding of these sentence types. At the same time, a pilot study has been performed for the Syntax Test and plans are for this test to be standardized for children in these age groups.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Arndís Þórðardóttir_talmeinafr.pdf1.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna