is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18482

Titill: 
  • Brandþrúður Benónísdóttir. Austfirsk 19. aldar alþýðusagnakona
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Austfirska alþýðusagnakonan Brandþrúður Benónísdóttir er uppi var á árunum 1831-1911 vekur athygli fyrir að vera ein örfárra kvenna sem er handritshöfundur eigin ævintýra og sagna í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Engar samfelldar eða heillegar frásagnir af henni eru til frá hennar samtíma. Heimildir úr bókum víðs vegar að og ýmsar alþýðuupplýsingar, skýra hins vegar myndina og upp raðast nokkuð skýr mynd af einstaklingi með þessum heimildum. Konu sem lifir ógift, barnlaus og fátæk í einangraðri byggð við ysta haf. Heimildir sýna að Brandþrúður mótast af uppeldi, samfélagi og náttúrulegu umhverfi sínu. Þessir mótunarþættir eru síðan lýsandi fyrir sagnakonuna og yfirgripsmikinn sagnasjóð hennar. Þeir mótuðu einnig hvar sagnaskemmtun hennar fór fram og hverjir urðu áheyrendur ævintýra hennar og sagna.
    Niðurstaðan er að Brandþrúður sýnir alþýðusagnakonu sem með menntun sinni og þekkingu stendur fullkomlega jafnfætis stórbændum og menntamönnum síns samtíma í menningarlegu tilliti. Brandþrúður sýnir einnig með sagnasjóði sínum hvernig munnlega hefðin hefur skilað þekkingu, von og trú alþýðufólks um betra líf á milli kynslóða svo öldum skiptir. Brandþrúður er því lýsandi fulltrúi alþýðuþekkingar og alþýðusagnalistar síns tíma.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Þorvaldsdóttir.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna