is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18492

Titill: 
  • Félagsfærni sex til níu ára barna í leik. Mikilvægi sjálfsstjórnar og íþróttastarfs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikill þroski á sér stað í miðbernsku og ekki síst félagsþroski. Félagsþroski felur í sér að barn lærir ýmsa færni sem nýtist í félagslegum samskiptum, oftar en ekki af fólki í nærumhverfi sínu. Félagsfærni byggist á ýmis konar færni eins og sjálfsstjórn, samskiptafærni og góðri félagshegðun. Þættir í umhverfinu, eins og þátttaka í hópastarfi, íþróttum og leikjum geta haft áhrif á þróun félagsfærni barna. Í þessari rannsókn var aldursmunur á félagsfærni 32 grunnskólabarna ára aldrinum sex til níu ára kannaður. Lagt var mat á félagsfærni barnanna og andfélagslega hegðun með því að fylgjast með þeim við staðlaðar aðstæður. Börnin voru látin leika fyrirfram ákveðinn leik sem snerist um samvinnu og hegðun þeirra síðan kóðuð. Ákveðnir undirþættir félagsfærni voru mældir og sérstök áhersla lögð á sjálfsstjórn. Einnig var kannað hvort tengsl væru á milli þátttöku barnanna í íþróttastarfi og félagsfærni þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu ekki fram á aldursmun á almennri félagsfærni barna, sem var mæld með því að leggja saman færni þátttakenda á undirþáttum félagsfærni. Munur var þó á einstaka undirþáttum félagsfærni. Eldri börnin höfðu betri sjálfsstjórn, sem er einn af aðalþáttum félagsfærni, auk þess sem þau áttu auðveldara með að komast að samkomulagi sín á milli í upphafi leiks og voru fljótari að ljúka leiknum. Ekki var hægt að sýna fram á að yngri börn sýndu frekar andfélagslega hegðun og ekki fundust tengsl á milli þátttöku í íþróttastarfi og félagsfærni. Einn af annmörkum rannsóknarinnar var lítið úrtak og mögulega hefði meiri munur fundist með stærra úrtaki því dreifing þátttakenda á almennri félagsfærni var breytileg eftir aldri.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagsfærni sex til níu ára barna í leik.pdf638.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna