is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18494

Titill: 
  • Næring ungbarna. Næring á fyrsta aldursári
  • Titill er á ensku Infant nutrition. Nutrition during first year of life
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Næring ungbarna á fyrsta aldursári leggur grunn að þroska þeirra og heilbrigði allt lífið. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að veita fræðslu um æskilega næringu ungbarna og geta þannig haft áhrif á sjúkdómsbyrði í samfélaginu.
    Til að hjúkrunarfræðingar geti veitt áreiðanlega fræðslu þurfa þeir að búa yfir þekkingarfræðilegum grunni og viðhalda þekkingu sinni, þar sem stöðugt koma fram nýjar rannsóknir er varða næringu ungbarna.
    Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að taka saman ráðleggingar um næringu ungbarna fyrsta aldursárið og skoða þær í ljósi nýlegra rannsókna. Heimildaleit fór fram á PubMed, Google Scholar og heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
    WHO ráðleggur að börn séu eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuði ævinnar og brjóstagjöf sé haldið áfram í tvö ár eða lengur. Brjóstamjólk eingöngu uppfyllir orku- og næringarþarfir barnsins fyrstu sex mánuði ævinnar, að undanskildu D-vítamíni. Þrátt fyrir að ráðleggingum um gjöf D-vítamíns sé fylgt, benda niðurstöður nýlegra rannsókna til D-vítamínskorts hjá börnum. Er því ástæða til að endurskoða gildandi ráðleggingar.
    Brjóstamjólkin hefur þá sérstöðu að stuðla að heilbrigðri þarmaflóru, auk þess að innihalda mótefni, stofnfrumur og aðra þætti sem vernda gegn þróun sjúkdóma á lífsleiðinni. Rannsóknir benda til að því lengur sem barnið nærist á brjóstamjólk eingöngu, fram að sex mánaða aldri, því sterkari sé vörnin gegn sýkingum. Brjóstagjöf samhliða fastri fæðu veitir barninu síðan áframhaldandi vörn. Nýjustu rannsóknir benda þó til að gjöf ofnæmisvaldandi fæðutegunda sem fyrst sé árangursríkast í forvörnum gegn ofnæmissjúkdómum. Þetta er í andstöðu við eldri rannsóknir og gildandi íslenskar ráðleggingar. Þegar barn byrjar að fá fasta fæðu er áhersla lögð á næringarríka og járnauðuga fæðu, auk D-vítamín gjafa.
    Vonast höfundar til að samantekt þessi veiti innsýn í mikilvægi góðrar næringar snemma á lífsleiðinni og hvetji hjúkrunarfræðinga til að veita foreldrum góða fræðslu um næringu ungbarna og stuðla að farsælli og langri brjóstagjöf.
    Lykilorð: Brjóstagjöf, brjóstamjólk, föst fæða, næring og ungbörn.

  • Útdráttur er á ensku

    Nutrition in the first year of life lays the foundation for the infant's development and health throughout life. Nurses play a major role in providing information about preferable nutrition and can in that way alleviate the burden placed on society by disease. For nurses to be able to provide reliable instruction they need to possess extensive new knowledge, since new studies concerning infant nutrition are constantly emerging.
    The purpose of this literature review was to collect recommendations written on infant nutrition in the first year of life and compare them with the latest research. References for this systematic review were obtained through foreign databases like PubMed, Google Scholar and the World Health Organization(WHO) website.
    WHO recomments that infants be exclusively breastfed for the first six months, after that breastfeeding should be continued along with appropriate complementary food until the age of two or beyond. Breastmilk exclusively meets the infant's energy and nutritional needs up to the age of six months, with the exception of vitamin D. Although recommendations for vitamin D are being followed, recent research shows vitamin D deficiency in infants. This indicates that there is reason to review existing recommendations.
    Breastmilk is unique in the way it promotes healthy intestinal flora and contains antibodies, stem cells and other factors that protect the infant from developing diseases in later life. Studies indicate that extended exclusive breastmilk feeding until six months of age increases resiliance against infections. After six months breastfeeding with complimentary food provides extended protection. The latest studies indicate that introducing allergenic food as soon as possible is the most effective prevention of allergic diseases. This is in contradiction with current Icelandic recommendations. When the infant begins to eat complimentary food the emphasis is on food rich in nutrition and iron, as well as sources of vitamin D.
    The authors hope to show with this summary the importance of optimal nutrition in early infancy and to encourage nurses to give good nutritional instructions to parents and promote successful and long lactation.
    Key words: Breastfeeding, breastmilk, complementary feeding, nutrition and infants.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Næring ungbarna.pdf865.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna