is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18501

Titill: 
  • Björn, bersi, bangsi. Birtingarmyndir hvítabjarna í íslenskum þjóðsögum og miðaldabókmenntum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verða teknar til skoðunar þær birtingarmyndir hvítabjarna er koma fram í íslenskum fornbókmenntum og þjóðsögum. Rannsóknin byggir á tæplega 70 íslenskum þjóðsögum sem fjalla um ísbirni og þeim fornbókmenntum sem innihalda einhvers konar ísbjarnarminni. Til aðstoðar við leit á sögnum var meðal annars notaður rafræni gagnagrunnurinn Sagnagrunnur. Birtingarmyndir ísbjarna í íslenskum þjóðsögum og fornbókmenntum eru mjög ólíkar. Í fornbókmenntum er algengast að ísbirnir séu notaðir af sögupersónum sem verðmæt lúxusvara. Þar hafa ísbirnir verið gefnir þjóðhöfðingjum í von um góðar gjafir í staðinn, eins og góðvild, ráðleggingar eða vegabréf um land þjóðhöfðingjans. Í þessum sögum birtist ekki ógn frá ísbjörnum að neinu tagi. Þar er siglt með þá lifandi á skipum án nokkurra vandræða. Í íslensku þjóðsögunum frá 19. og 20. öldinni kemur skýrt fram sú hætta sem stafar af ísbjörnum. Rauði þráðurinn í þeim sögnum má segja að sé persónugerving ísbjarna. Þeim hljóta ýmsa mannlega eiginleika eins og umhyggju, gáfur eða móðgast við svívirðingum. Þar eru þó líka sagnir sem birta hið grimma eðli ísbjarna sem éta konur og börn.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björn, bersi, bangsi..pdf487.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna