is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18539

Titill: 
  • Svefntruflanir, svefnviðhorf og einkenni þunglyndis, kvíða og streitu hjá konum með vefjagigt. Samanburður við heilbrigðar konur og áhrif sex vikna endurhæfingar á Reykjalundi
Útdráttur: 
  • Vefjagigt er sjúkdómur sem hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan og getur dregið úr lífsgæðum þeirra sem glíma við hann. Svefntruflanir, óhjálpleg svefnviðhorf og sálfræðileg einkenni eru algeng hjá konum með vefjagigt og því er mikilvægt að líta til allra þessa þátta við mat á meðferð. Markmið þessarar rannsóknar var þríþætt: 1) Að bera saman svefntruflanir (ISI, svefnskrá), svefnviðhorf (DBAS) og einkenni þunglyndis, kvíða og streitu (DASS) hjá konum með vefjagigt og heilbrigðum konum. 2) Að skoða samband mismunandi einkenna nánar. 3) Að meta áhrif sex vikna endurhæfingar á Reykjalundi á ofangreind einkenni auk áhrifa vefjagigtar á daglegt líf (FIQ). Alls tóku 13 konur með vefjagigt og 8 heilbrigðar þátt í rannsókninni. Niðurstöður voru þær að konur með vefjagigt reyndust með marktækt meiri einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en heilbrigðar konur. Þær höfðu óhjálplegri viðhorf til svefns, mátu svefnvandamál sín alvarlegri, mældust með minni svefnskilvirkni (SE) og vöknuðu oftar á nóttunni. Einnig mátu þær svefn sinn verri á morgnana og töldu sig vera minna úthvíldar en konur í samanburðarhópnum. Við nánari skoðun kom í ljós að einkenni vefjagigtar, ásamt streitu, þunglyndi og kvíða gáfu góða forspá um alvarleika svefnleysis. Í lok sex vikna endurhæfingar voru sálfræðileg einkenni og áhrif vefjagigtar á daglegt líf marktækt minni en í upphafi. Heildartími svefns var lengri og skilvirkni svefns (SE) var meiri. Ekki reyndist vera munur á upplifun á svefngæðum eða svefnviðhorfum. Niðurstöður voru í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna fram á meiri svefntruflanir og sálfræðileg einkenni hjá konum með vefjagigt samanborið við heilbrigðar konur og góðan árangur af heildrænni nálgun í meðferð við vefjagigt.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand psych ritgerð-Helga-loka-pdf.pdf2.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna