ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1854

Titill

Sorg barna

Útdráttur

Tilgangur þessara lokaritgerðar er að fræðast um sorg og missi barna. Lagt er upp með tvær rannsónarspurningar sem eru: Hvað getur skólinn gert þegar áföll eiga sér stað og hvernig bregðast börn við sem verða fyrir áföllum. Þetta er hefbundin heimildaritgerð þar sem notast var við erlendar og íslenskar bækur sem og heimildir af Internetinu. Einnig voru tekin þrjú viðtöl. Helstu niðurstöður mínar eru þær að börn upplifa missi á annan hátt en fullorðnir. Til að takast á við sorgina er best að taka henni alvarlega og viðurkenna hana. Sorgarviðbrögð barna taka að öllu jafna lengri tíma en sorgarviðbrögð fullorðinna. Einnig komst ég að því að nauðsynlegt er að skólar séu með fullbúna áfallaáætlun sem þeir fara eftir ef áföll eiga sér stað. Undibúningur kennara skiptir líka miklu máli og því nauðsynlegt að skólar bjóði upp á fræðslu um sorgarviðbrögð og sorgarferli barna. Gott er að kennarar og aðrir stafsmenn hafi aðgang að lesefni hvort sem það er í formi bóka eða efni af Internetninu. Skólar þurfa einnig að útbúa fræðslu fyrir nemendur um sorg og missi. Fræðslan þarf að vera hnitmiðuð og nemendavæn. Lífsleiknitímar henta sérstaklega vel undir þess konar fræðslu. Ritgerðinni fylgir kennsluhugmynd þar sem farið er í gegnum fjórar kennslustunir þar sem hugtökin sorg, missir, ótti og reiði eru höfð að leiðarljósi.
Lykilorð: Missir, sorgarviðbrögð, sorgarferli.

Athugasemdir

Grunnskólabraut

Samþykkt
3.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaritgerd_heild.pdf331KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna