is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18544

Titill: 
  • Tengsl borgarumhverfis og hversdagslegrar hreyfingar. Rannsókn á umhverfi framhaldsskóla í Reykjavík og nemendum þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hreyfingarleysi ungs fólk er aðkallandi lýðheilsuvandamál. Á síðustu árum hefur áhugi á tengslum borgarumhverfis og hversdagslegrar hreyfingar farið vaxandi, þó þau hafi lítið sem ekkert verið rannsökuð hérlendis. Í þessu verkefni voru tengsl milli umhverfis framhaldsskólanna í Reykjavík og hreyfingar nemenda þeirra könnuð. Nánasta umhverfi skólanna var greint og því gefin einkunn eftir gönguhæfi. Ný hlutlæg aðferð, þar sem notast er við landupplýsingakerfi, var mótuð í því samhengi. Greiningin byggir á göngusviði í fimm mínútna fjarlægð frá skólunum og jafnframt aðgengi að verslun og þjónustu, umfangi grænna svæða og torga, og tengslum almenningssamgangna innan göngusviðsins. Á þeim grundvelli voru fjórir skólar valdir til hreyfirannsóknar, tveir með háa umhverfiseinkunn og tveir með lága. Hreyfihegðun stúlkna á 18. ári í skólunum var mæld með spurningakönnun og hröðunarmælum og kannað hvort munur væri eftir umhverfiseinkunn skóla.
    Niðurstöður matsins á gönguhæfi gefa til kynna að umhverfi skólanna sé að mörgu leyti ólíkt þegar kemur að möguleikum til hversdagslegrar hreyfingar en jafnframt að umhverfi skóla í eldri hverfum sé gönguhæfara en þeirra sem eru í nýrri hverfum. Niðurstöður sýna jafnframt að nemendur í skólum með háa umhverfiseinkunn eru líklegri til að nota virka ferðamáta, ólíklegri til að ferðast á bíl og hafa jákvæðara viðhorf til umhverfis skóla. Hinsvegar var ekki marktækur munur á hreyfingu nemenda á skólatíma. Víða má huga betur að gönguhæfi borgarumhverfisins og gera fólki kleift að nýta sér hversdagsleg tækifæri yfir daginn til hreyfingar. Þannig mætti bæta lýðheilsu borgarbúa með því að fá breiðari hóp til að hreyfa sig meira og brjóta upp kyrrsetu með aukinni virkni yfir daginn.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokautgafa-herborg.pdf38.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna