is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18565

Titill: 
  • Núvitund í Hveragerði: Mat á áhrifum árveknimiðaðra meðferða á kvíða, streitu og þunglyndi vistmanna Heilsustofnunnar NLFÍ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn var gerð í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem metin var árangur árvekni-miðaðra (e. mindfulness-based) meðferða sem stofnunin býður dvalagestum upp á. Þátttakendur voru fimmtíu og fimm talsins (N=55) og skiptust þeir niður í tvo hópa eftir því hvaða meðferðarúrræði stofnunarinnar þeir nýttu sér. Tilraunahópur (n=25) fór í 4 vikna árveknimiðaða hugræna atferlishópmeðferð (MBCT) auk þess að fara í almenna meðferð sem var í boði á meðan á dvölinni stóð (e. treatment as usual, TAU). Samanburðarhópur (n=22) gekkst einungis undir TAU. Þátttakendur svöruðu sjálfsmatsspurningalistum við upphaf og lok dvalar um kvíða, depurð, streitu og færni í árvekni. Þátttakendur í MBCT-hóp svöruðu einnig spurningarlista um reynslu sína við lok meðferðar. Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur í MBCT-hóp öðluðust aukna færni í árvekni umfram TAU-hóp. Meðaltöl á kvíða-, streitu- og þunglyndiskvörðum voru lægri í lok meðferðar í heildarúrtakinu en ekki kom fram marktækur munur á milli MBCT og TAU hópa á þessum mælingum, þótt munurinn væri sjáanlega meiri í MBCT hópnum. Dvöl á Heilsustofnun NLFÍ virðist því draga úr streitu, depurð og kvíða en hvað þá þætti varðar virðist MBCT meðferð ekki skila meiri árangri en TAU. Hvað árveknisfærni (e. mindfulness skills) varðar eru vísbendingar um að MBCT meðferð auki slíka færni frekar en venjubundin meðferð, og þá sérstaklega eftirtekt fólks (e. observing).

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgir Örn Steinarsson.pdf504.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna