is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1856

Titill: 
  • Samstarf skóla og foreldra erlendra barna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur erlendum nemendum fjölgað mjög í íslenskum skólum. Lengi vel snerti þessi fjölgun lítt skóla á Austurlandi. Nú hin seinni ár hefur orðið breyting á því og erlendir nemendur orðinn umtalsverður hópur í mörgum skólum í fjórðungnum.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að sýna með hvaða hætti samskipti skóla eru við foreldra erlendra nemenda. Ritgerðin er byggð á eigindlegri rannsókn sem gerð var í tveimur skólum á Austurlandi. Í henni eru þeir kallaðir Svartabæjarskóli og Rauðsmýrarskóli en það eru dulnefni sem ákveðið var í upphafi að gefa þeim. Í skólunum var rætt við skólastjórnendur, kennara og foreldra erlendra barna sem búið hafa misjafnlega lengi á staðnum. Spurningar sem beint var til viðmælenda höfðu það markmið að leiða í ljós hver raunveruleg samskipti skólanna og foreldra eru og hvaðan frumkvæði til samstarfs væri komið. Efnistök byggðust á líkani sem Joyce L. Epstein setur fram um sex þætti sem grundvalla megi samskiptin á.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða m.a. í ljós að foreldrar eru afar ánægðir með flesta þætti í samskiptum við skólana, þrátt fyrir að þau séu ekki mikil. Jafnframt er ljóst að innan skólanna er metnaður til að vinna vel fyrir erlenda nemendur þótt þætti samskipta megi sinna frekar. Frumkvæði til samstarfs er nánast allt frá einstökum kennurum komið og því ljóst að gagnkvæm samskipti eru ekki mikil.
    Það er von höfundar að þessi rannsókn geti nýst skólastjórnendum við að meta samskipti við foreldra í þeirra skólum. Í framhaldi af því er væntanlega auðveldara að ákveða þau skref sem stíga skal til aukinna samskipta með hag nemendanna að leiðarljósi.

Athugasemdir: 
  • M.Ed. í stjórnunarfræði menntastofnana
Samþykkt: 
  • 4.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
341fa Hilmars.pdf537.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna