is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18573

Titill: 
  • Forathugun á IQCODE: Skimunareiginleikar og fylgni við MMSE og taugasálfræðileg próf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjöldi aldraðra í heiminum eykst hratt en að sama skapi eykst tíðni öldrunartengdra sjúkdóma. Því er mikilvægt að til séu skimunartæki fyrir heilabilun sem eru ódýr og skilvirk í framkvæmd. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort íslensk þýðing á listanum IQCODE væri sambærileg við erlendar útgáfur af listanum. Listinn hefur verið notaður á minnismóttökunni á Landakoti með öðrum aðferðum við greiningu á heilabilun frá árinu 2009 án þess að gerð hafi verið nokkur athugun á honum né notkun hans. Rannsóknin var afturskyggn.
    Þátttakendur rannsóknarinnar voru 237 einstaklingar sem grunur lék á að væru með heilabilun og aðstandendur þeirra. Fyrst og fremst voru lýsandi gögn skoðuð fyrir IQCODE og MMSE. Jafnframt var borin saman fylgni IQCODE við MMSE annars vegar og IQCODE við einstök taugasálfræðileg próf hins vegar. Niðurstöður voru að mestu leyti í samræmi við erlendar útgáfur listans.
    Íslenski IQCODE listinn virðist henta vel til skimunar á heilabilun en þó ekki vægri vitrænni skerðingu. Nauðsynlegt er að framvirk rannsókn á listanum verði gerð, þar sem áhersla verður lögð á að aðstandendur svari sem flestum spurningum listans. Auk þess er mikilvægt að ítarlegri upplýsingar um lýðfræðilegar breytur verði aflað um þátttakendur og að upplifuð byrði aðstandanda sé metin.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18573


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðsetjainn.pdf703.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna