is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18579

Titill: 
  • Bakgrunnur, væntingar og áform nýnema í sálfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknar var að skoða bakgrunn, væntingar og áform fyrsta árs nema í sálfræði, námsárangur þeirra og upplifun af náminu. Athugað var hvaða breytur geta sagt fyrir um námsframmistöðu á fyrsta misseri í sálfræðideild, hversu vel nemendur sinna náminu, hvaðan þeir koma og hverjar framtíðaráætlanir þeirra eru. Í þessu verkefni er sagt frá tveimur rannsóknum sem gerðar voru á fyrsta árs nemendum í sálfræðideild, Háskóla Íslands. Í fyrri rannsókninni, sem gerð var á haustönn var skoðaður bakgrunnur fyrsta árs nema í sálfæði sem og væntingar þeirra til námsins við upphaf misseris og reynslu þeirra af náminu við lok misseris. Í seinni rannsókninni, sem gerð var á vorönn, var skoðað hvað greinir að þá nemendur sem stóðust kröfur um að komast upp á annað misseri og þeirra sem ekki stóðust kröfurnar. Munurinn á þessum hópum var skoðaður út frá námshegðun þeirra, félagslegum tengslum, áhuga innan námsins, vinnu og fleiri þáttum. Einnig voru skoðuð viðhorf þeirra til ýmissa hluta er tengjast náminu og sálfræðideildinni.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andrea Jensdottir og Audur Jensdottir skemman.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna