ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1858

Titill

Nám fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun

Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um nám fyrir fullorðið fólk með fötlunina þroskahömlun. Hún byggir á niðurstöðum vettvangsathugana sem unnar voru á Nýja-Sjálandi og í tveimur lýðháskólum á Norðurlöndum á árinu 2007. Markmið þessa starfstengda verkefnis er að leita að hugmyndum um samfellt nám fyrir þroskahamlaða nemendur. Þar er átt við nám fyrir ungt fólk sem lokið hefur fjórum árum á starfsbrautum framhaldsskólanna hér á landi. Sjónum er beint að skólakerfi Nýsjálendinga og hugmyndafræði lýðháskólanna á Norðurlöndum með jafnræði fatlaðra og ófatlaðra í huga. Niðurstöður athugananna sýna að Nýsjálendingar beita svipaðri kennslufræði og þeirri sem hugmyndafræði lýðháskólanna byggja á, þar sem aðaláherslan er að styrkja einstaklinginn á hans eigin forsendum. Einnig sýna niðurstöður að í námi fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun sé æskilegt að leggja áherslu á þætti sem stuðla að sjálfseflingu, sjálfsvirðingu og samskiptafærni einstaklinganna. Í lokakafla ritgerðarinnar er gerð tillaga að samfelldu námi sem gæti verið markvisst framhald þeirrar menntunar sem framhaldsskólinn hér á landi býður nemendum með þroskahömlun.

Athugasemdir

M.Ed. í menntunarfræði

Samþykkt
4.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Soffía Unnur Björn... .Ed maí 2008 pdf skjal.pdf494KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna