is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18581

Titill: 
  • Hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni og almennu þýði: Að fjarlægja uppáþrengjandi hugsanir
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni og almennu þýði. Það var gert með því að skoða getu til að skipta út hugsun fyrir aðra (thought removal). Þátttakendur voru 6 einstaklingar með áráttu- og þráhyggjuröskun, 19 einstaklingar með félagsfælni og 18 einstaklingar úr almennu þýði. Rannsóknin samanstóð af tveimur heimsóknum til rannsakanda. Í fyrri heimsókn svöruðu þátttakendur spurningarlistum um bakgrunnsupplýsingar og geðræn einkenni, alvarleika þeirra og óþægindi. Einnig var geðgreiningarviðtalið MINI lagt fyrir. Í seinni heimsókn svöruðu þátttakendur spurningarlistum um líðan það augnablikið og skráðu uppáþrengjandi hugsun á blað og svöruðu lista út frá henni (III-31). Næst fóru þátttakendur í gegnum tölvustýrða tilraun þar sem skipta átti út ýmist þremur ólíkum tegundum hugsana, hlutlausri hugsun, staðlaðri og persónulegri uppáþrengjandi hugsun fyrir aðra, hlutlausa hugsun. Verkefnið samanstóð af þremur lotum og svöruðu þátttakendur spurningarlistum um viðbrögð við hugsunum, á milli lota. Helstu niðurstöður voru að almennt áttu þátttakendur erfiðast með að stjórna staðlaðri og persónulegri uppáþrengjandi hugsun, og kom það fram í lengri frávísunartíma, huglægu mati á hugsanastjórn og tilfinningaviðbrögðum. Þátttakendur með áráttu- og þráhyggjuröskun voru lengur að vísa frá persónulegri uppáþrengjandi hugsun, fengu staðlaða og persónulega uppáþrengjandi hugsun oftar í kollinn, fannst erfiðara að stjórna staðlaðri og persónulegri uppáþrengjandi hugsun og upplifðu sterkari tilfinningaviðbrögð samanborið við þátttakendur með félagsfælni og heilbrigðan samanburðarhóp. Vísbendingar eru því um að erfiðleikar við stjórn uppáþrengjandi hugsana séu meiri hjá fólki með áráttu- og þráhyggjuröskun samanborið við fólk með félagsfælni og fólk almennt.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-prentun.pdf826.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna