ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1862

Titill

Leikur og nám

Útdráttur

Í verkefninu er fjallað um stöðu leiksins á yngsta stigi Grunnskólans í Þorlákshöfn út frá spurningalistum, sem foreldrar, kennarar og börn ofangreinds stigs og skóla svöruðu. Í upphafi er fjallað um ýmsar kenningar sem varpa ljósi á leikinn, mikilvægi hans og þróun. Einnig er fjallað um ólíkar gerðir leiks, stýrðan leik og sjálfsprottinn. Þáttur leiks í skólanámskrá og aðalnámskrá var einnig kannaður og sagt frá spennandi þróunarverkefnum sem unnið er að við Grunnskólann í Þorlákshöfn um þessar mundir. Skilgreiningar á leik og námi eru síðan skoðaðar sérstaklega út frá spurningalistunum og undirstrika þær fjölbreytileika leiksins. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að staða leiks á yngsta stigi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn er nokkuð góð. Kennarar eru jákvæðir og áhugasamir um að auka enn frekar við gildi leiksins í námi og foreldrar virðast almennt sáttir þrátt fyrir að misjöfn viðhorf til náms og leiks hafi komið fram. Börnin hafa sitt að segja um leikinn og hann virðist lifa nokkuð góðu lífi hjá tæknikynslóðinni.

Athugasemdir

Grunnskólabraut

Samþykkt
9.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
363fs.pdf403KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna