is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18630

Titill: 
  • Tannheilsa aldraðra og lífsgæði á stofnunum
  • Titill er á ensku Oral health quality of life among nursing home residents
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að aldraðir íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila eru líklegri til að þjást af tann- og munnsjúkdómum en aðrir sambærilegir hópar. Rekja má tann- og munnsjúkdóma til ýmissa þátta á borð við lélega munn- og tannhirðu, skort á viðhaldi tanngerva, neysluvenja og lyfjagjafar. Léleg tannheilsa getur aukið hættu á heilsufarsvandamálum á borð við vannæringu og meltingartruflanir og sveppa- og tannholdssjúkóma. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða áhrif tannheilsa hefur á lífsgæði aldraðra.
    Efniviður og aðferðir: Megindleg þversniðsrannsókn, úrtak (N= 45) úr hópi íbúa 67 ára og eldri sem búsettir voru á dvalar- og öldrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Gögnum var safnað með klínískri skoðun á vettvangi á tannheilsu þátttakenda samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og með staðfærðum viðtalsstýrðum lífsgæðakvarða „Oral health impact profile“ (OHIP-49) sem mælir persónubundið huglægt mat þátttakenda á eigin tannheilsu og lífsgæðum.
    Skýribreyta er klínísk tannheilsa þátttakenda. Útkoma er mæld með OHIP-ICE lífsgæðakvarðanum á 1) færniskerðingu, 2) líkamleg óþægindi, 3) sálræn óþægindi, 4) líkamlegar hömlur, 5) sálrænar hömlur, 6) félagslega skerðingu og 7) höft eða fötlun.
    Tölfræðiaðferðir: Reiknuð var lýsandi og greinandi tölfræði um tannheilsu og áhrif tanna eða tanngerva á lífsgæði.
    Niðurstöður: Alls luku 38 þátttakendur rannsókninni, 13 karlar og 24 konur. Meðalaldur þátttakenda var (M= 85.5, ± 5.6), meðaltannátustuðull var (M=25.58,± 3.52) og 71,5% þátttakenda höfðu tapað sínum náttúrulegum tönnum, 75% kvenna hafði tapað einni eða fleiri eigin tönnum samanborið við 64,8% karla. Einungis reyndist 9,8% náttúrulegra tanna vera óskemmdar hjá þátttakendum. Algengasta tanngervið var heilgómur í 51,3% tilfella. Tanngervi í neðri góm höfðu martæk áhrif á færniskerðingu F(35,2)= 4.34, p=0,021, á líkamlegar hömlur F(2,35)= 6.41, p=0,004 og á höft eða fötlun vegna tannheilsu F(2,35)= 3.57,p=0,039. Aldraðir upplifa skert lífsgæði vegna ástands eigin tanna og tegunda tanngerva. Algengt er að verri lífsgæði birtist lélegri tyggingarfærni, , verri meltingu með hamlandi áhrif á mataræði og minni brosgetu hjá þeim sem nota heilgóma.
    Ályktun: Það er nauðsynlegt að bæta tannheilsu aldraðra, draga úr tíðni tannátu og lausra tanngerva með forvörnum, skimun og reglulegri tannheilbrigðisþjónustu til að viðhalda heilsu og lífsgæðum meðal aldraðra íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það má gera með samstilltu átaki stjórnvalda, heilbrigðisstarfsfólks, tannheilsustétta og hagsmunasamtaka aldraðra

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: In Iceland there is a lack of studies of oral health (OH) of the elderly living in nursing-homes (NH) and how OH affects their quality of life (QoL). This study is aimed at investigating clinical OH and self-perceived OHQoL of the elderly.
    Methods: The study design was cross-sectional, data were collected from one nursing home in Reykjavík (N= 45), with clinical oral examinations using WHO oral health survey criteria. Data were collected on: status of teeth; D3MFT; types of prosthodontics; treatment needs; and demographical variables. With a structured interview using the Oral Health Impact Profile OHIP-49 questionnaire, in Icelandic, self-perspective data of negative aspects of OHQoL were collected, addressing: 1) Functional limitation, 2) Physical pain, 3) Psychological discomfort, 4) Physical disability, 5) Psychological disability, 6) Social disability and 7) Handicap. Variables were coded for descriptive and analytic statistical data processing. The independent variable was OH, and dependent variables were scores on total OHIP and subscales. ANOVA and regression were used to investigate differences related to prosthodontic status groups: a) complete dentures; b) teeth and partial dentures; c) fixed restorations and teeth and variance in OHQoL, controlled for demographic variables.
    Results: A total of 38 participants completed the research: 13 male, 25 female. The mean age of participants was 85,5y ±5,6. Frequency of missing teeth was 71,5%, 75% females had one or more teeth missing compared to 64,8% males. The prevalence of full dentures was 51,3%. and the effect of wearing prosthetic appliances in the mandibular region significantly affected QoL related to: functional limitation F(35,2)= 4.34, p=0,021; physical disability F(2,35)= 6,41, p=0,004; and handicap F(2,35)= 3.57, p=0,039. OHQoL was affected by D3MFT and prosthodontic status. High D3MFT value correlated with less quality of life measured with OHIP-ICE. It had an effect on mastication, less taste sensitivity, limited ability of eating and restricted use of certain types of food.
    Conclusion: It is necessary to improve oral health among NH residents, decrease the D3MFT scores, screen for oral diseases, provide, and improve access to, oral health care services in order to improve OHQoL of the elderly residents. This might be accomplished with political support, co-operation among health personnel, the oral health team and associations of the elderly.

Samþykkt: 
  • 3.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tannheilsa_aldradra_lifsgaedi_Adalheidur_Svana.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
TALS_efnisyfirlit_Adalheidur_Svana.pdf80.5 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna