is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18635

Titill: 
  • Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum : þekking og forvarnir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu leikskólakennara í leikskólum Akureyrarbæjar á einkennum og afleiðingum kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, ásamt þekkingu þeirra á forvörnum og vinnubrögðum með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi. Þátttakendur voru fimm leikskólakennarar sem buðu sig fram og voru valdir með það í huga að enginn þeirra starfaði á sama leikskóla. Þannig var vonast eftir aukinni breidd í reynsluheimi þeirra og komið í veg fyrir að oft væri vísað í reynslu af sömu málum. Um er að ræða eigindlega rannsóknaraðferð en viðtöl voru tekin til að kanna þekkingu og reynslu viðmælenda af rannsóknarefninu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að miklu leyti í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Þær sýndu að þeir leikskólakennarar sem rætt var við voru vel að sér þegar kom að afleiðingum kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Þekking þeirra var hinsvegar ekki góð þegar kom að einkennum þess og hvernig best sé að bregðast við þegar upp koma mál þess eðlis. Algengt er að kennararnir finni til öryggisleysis og hræðslu og rekja þeir það í flestum tilfellum til lítillar fræðslu um viðfangsefnið. Þá kom fram að leikskólakennarar eru meðvitaðir um mikilvægi forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi í leikskólastarfi en að þekking þeirra á forvörnum og því efni sem ætlað er til forvarnavinnu með börnum ser af skornum skammti. Það hefur þau áhrif að leikskólakennarar vinna sjaldan markvisst með forvarnir í starfi sínu. Þá telja leikskólakennarar auk þess að skortur sé á fræðsluefni til kennara og að fjalla þurfi ítarlegar um viðfangsefnið í grunnnámi kennara.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að í grunnnámi leikskólakennara sé ekki lögð nægileg áhersla á fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Líklegt er að markviss fræðsla til leikskólakennara skili sér í auknu öryggi þeirra og aukinni getu til að bregðast við ef upp koma mál þess eðlis.

  • The purpose of this study is to investigate the knowledge pre-school teachers in Akureyri have of the symptoms and consequences of sexual violence against children, along with their knowledge of prevention methods and procedures of prevention of sexual violence. The participants were five pre-school teachers who volunteered and were chosen on the basis that none of them worked in the same pre-school. This was done to increase their range of experience and to prevent that the same experiences of the issue would be referred to frequently. In this study qualitative research interviews were conducted to explore the knowledge and experience of the interviewees.
    The main findings of the study were largely consistent with the findings of international research. They showed that the pre-school teachers who were interviewed were knowledgeable when it came to the consequences of sexual violence against children. However, their knowledge was not good when it came to symptoms and how to react when problems of that nature arise. Commonly, they feel insecure and frightended and in most cases they attribute it to the lack of education on the subject. Furthermore, the pre-school teachers are aware of the importance of preventive measures against sexual violence in pre-schools but their knowledge of prevention methods and materials designed for prevention work with children is scarce. It has the effect that pre-school teachers rarely work effectively with prevention in their work. Furthermore, pre-school teachers think there is a shortage of educational materials for teachers and that there needs to be detailed delibiration on the subject in the undergraduate classroom.
    Results of the study suggest that there is not enough emphasis on education about sexual violence against children in the undergraduate classroom. It is likely that systematic training for preschool teachers will offer greater them security and an increased capacity to deal with cases of that nature.

Samþykkt: 
  • 4.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fræðsla og forvarnir.pdf661.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna