is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18636

Titill: 
  • Með seiglunni hefst það : rannsókn á verndandi þáttum sem styrkt geta nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að rannsaka verndandi þætti sem geti eflt seiglu og hvernig þeir birtast í lífi 12 nemenda á fyrsta ári í framhaldsskóla.
    Rannsóknarspurningar eru tvær: a) Hvernig birtast verndandi þættir seiglu í lífi unglinganna 12 sem samkvæmt mælingu eru á sitt hvorum enda seiglukvarða Wagnild og Young? b) Er samræmi á milli niðurstaðna seiglukvarðans og þeirra upplýsinga sem aflað var með viðtölum við unglingana?
    Gagna var aflað með tvennum hætti. Annars vegar var seiglukvarðinn, (e. Resilience Scale) lagður fyrir um þrjú hundruð framhaldsskólanemendur á fyrsta ári. Niðurstöður seiglukvarðans voru síðan notaðar til að velja tólf nemendur í úrtak fyrir eigindlega viðtalsrannsókn. Viðmælendur höfðu skorað á sitt hvorum enda kvarðans og tilheyrðu því annað hvort hópi þeirra sem samkvæmt mælingu kvarðans töldu sig búa yfir styrkleikum sem talið er að geti eflt seiglu, eða efuðust um að svo væri.
    Helstu niðurstöður seiglukvarðans benda til þess að marktækur munur sé á styrkjandi þáttum í seiglu kynjanna og skora drengir hærra á kvarðanum en stúlkur. Niðurstöður viðtalsrannsóknarinnar eru á þá lund að þeir einstaklingar sem samkvæmt mælingu seiglukvarðans búa yfir mikilli seiglu virðast hafa til að bera persónulega styrkleikaþætti og njóta góðs af verndandi þáttum í nærumhverfi sínu. Má þar nefna helst að tengsl við fjölskyldu virðast vera náin og stuðningur foreldra virkur; þeir búa yfir þrautseigju og vilja ná árangri; þeir hafa gott sjálfstraust og góða sjálfstjórn; Þeir búa yfir jafnaðargeði og jákvæðu hugarfari; þeir hafa skýra sýn á hvað skipti máli í lífinu og gefur því gildi; Þeir eiga gott með að setja sig í spor annarra og skoða mál frá ólíkum sjónarhornum og þeim virðist líða vel með sjálfum sér og vera sínir eigin vinir.
    Mikilvægt verður að teljast fyrir velferð barna og unglinga að þeir sem sinna uppeldi og menntun séu meðvitaðir um möguleika til að efla seiglu og hafi þekkingu á áhrifum þeirra þátta sem taldir eru efla eða draga úr seiglu.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis is to examine the protective factors of resilience and how it manifests in the lives of twelve 16 year-old High–School students.
    There are two main research questions: a) What social and personal characteristics of resilience distinguish individuals with high resilience from those with less? c) Are the results of interviews in line with the Resilience Scale?
    Data was gathered in two different ways. Firstly the Resilience Scale was applied to three hundred adolescents and the results were used to identify the sample of twelve students for a qualitative interview. The twelve students selected had either scored very high on the Resilience Scale or very low.
    The main results from the Resilience Scale indicate a gender difference in resilience. According to the sample of 270 adolescents, boys have statistically significantly greater resilience than girls. The results of the qualitative study indicated that those individuals who, according to the measurement of the Resilience Scale have high resilience, seem to possess personal protective factors in their lives and benefit from protective factors in their family, school and community environment. These protective factors are: Strong connection with family and supportive parents; perseverance and drive for success; good self reliance and self control; equanimity and optimism; a purposeful life; empathy and the ability to see different perspectives; self–motivating and comfortable in your own skin.
    It is important for the wellbeing of all children and adolescents that parents and those working with children in the field of child welfare and education expand their understanding of the possibilities for strengthening resilience.

Samþykkt: 
  • 4.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18636


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_JHÞ_28.5.14.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna