is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18639

Titill: 
  • Náms- og kynnisferðir grunnskólakennara sem liður í starfsþróun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starfsþróun kennara eða endur- og símenntunin eins og hún hefur oftast verið nefnd hefur lengstum byggst á þjálfun, námi eða námskeiðum einstakra kennara annarsvegar eða hinsvegar á þjálfun og fræðslu til mismunandi kennarahópa. Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða einn þátt sem hefur verið ofarlega á baugi undafarin ár sem lið í starfsþróun grunnskólakennara en hér er átt við náms- og kynnisferðir kennara í skóla. Hér eru aðeins skoðaðar náms- og kynnisferðir grunnskólakennara til erlendra ríkja. Skoðaður var undirbúningurinn, markmiðið með ferðinni, hvernig fræðslunni eða kynningunni var háttað og gildi ferðarinnar í starfsþróun kennara að mati viðmælenda.
    Valdar voru fjórir grunnskólar sem fengið höfðu ferðastyrk úr Verkefna- og námsstyrkjasjóði Félags grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) á árunum 2010 – 2012. Ferðaskýrslur skólanna voru greindar, síðan var tekið viðtal við einn skólastjórnanda frá hverjum þessara skóla og að síðustu var tekið viðtal við rýnihóp kennara hvers skóla. Með því að setja saman þær upplýsingar sem komu frá hverjum skóla urðu niðurstöður rannsóknarinnar til.
    Meginniðurstöður benda til að náms- og kynnisferðir grunnskólakennara sem lið í starfsþróun þeirra hafi ekki mikið gildi. Námsferðirnar virðast fremur hafa þann tilgang að efla starfshópinn án þess að markmið með þeim séu skýr. Þó eru vísbendingar um að ef náms- og kynnisferðin er vel undirbúin, með skýrum markmiðum og tengist vinnu sem skólasamfélagið tekur allt þátt í til lengri tíma, þá skili það sér í starfsþróun grunnskólakennara.

  • Útdráttur er á ensku

    Staff development for teachers has for the most part been built on training, courses or studies for the individual teacher and training and education for different groups of teachers. The subject of this thesis is to closely examine one very popular part of staff development for teachers in Primary Schools and that is study visits abroad. Preparation, goals of the trip, how the training and education where executed and what the meaning of this trip is for professional development according to those interviewed will be researched.
    Four Primary and Lower Secondary schools that had received grants from Verkefna- og námsstyrkjasjóði Félags grunnskólakennara (FG) and Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) in the years 2010-2012 were chosen. Reports were analyzed, one school leader from each school was interviewed and also a focus group of teachers from each school. By gathering information from each school was a study results.
    Main findings of this thesis indicate that study visits for Primary School teachers as professional development do not have much value. The study visits seem to rather have the purpose of reinforcing the group without clear goals. Although some findings show that if the study visit is well prepared, with clear goals and is linked directly to the work being done by the school community in whole, then it will be beneficial for professional development.

Samþykkt: 
  • 4.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd Úlfars Björnssonar.pdf699.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna