is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18643

Titill: 
  • Listin að lifa : viðhorf grunnskólakennara til lífsleiknikennslu á unglingastigi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Lífsleikni á að efla alhliða þroska einstaklinga og gera þá færari um að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Markmið lífsleiknikennslunnar er að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði og sálrænum styrk nemenda, ásamt því að efla félagsþroska þeirra, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Skólinn er vinnustaður nemenda þar sem mikilvægt uppeldisstarf fer fram og því nauðsynlegt að unnið sé markvisst eftir markmiðum lífsleikni. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá Aðalnámskrár grunnskóla skal kenna lífsleikni að minnsta kosti eina kennslustund á viku en reynsla kennara hefur sýnt að námsgreinin fær oft og tíðum minna vægi en aðrar greinar. Þessi meistaraprófsritgerð byggist á rannsókn þar sem könnuð voru viðhorf grunnskólakennara til lífsleiknikennslu unglingastigs. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem viðtöl voru tekin við sex grunnskólakennara og voru svör þeirra notuð til þess að svara rannsóknarspurningunni: Hver eru viðhorf grunnskólakennara til lífsleiknikennslu á unglingastigi? Samkvæmt niðurstöðum eru allir viðmælendur sammála um mikilvægi lífsleikni í grunnskólum og að samskipti og tjáning séu á meðal þeirra þátta sem nauðsynlegast sé að vinna með samfara sjálfsmyndinni. Einnig voru nefnd atriði eins og forvarnir, sjálfsþekking, félagsfærni og ýmsar athafnir daglegs lífs.

  • Abstract
    Life skills education should promote the overall development of students and contribute to making them better able to cope with the demands and challenges of everyday life. The goal of life skills education is to encourage the mental and physical health and psychological development of students, as well as promoting their social and moral sense and mutual respect. For students the school is a workplace where important developmental activities are carried out, and therefore it is important to work systematically with the goals of life skills education at the forefront. According to the reference timetable of the Primary School National Curriculum (Aðalnámskrá grunnskóla) life skills education should be taught at least once a week, however the teachers’ experience has shown that life skills education enjoys less prominence than other subjects. This master’s thesis is based on a study that investigated the attitude of primary school teachers towards life skills education at the lower secondary level. We used a qualitative research method in which six primary school teachers were interviewed and their responses were used to answer the research question: What are the attitudes of primary school teachers to life skills education at lower secondary level? The results showed that all interviewees agreed on the importance of life skills education in elementary schools and that communication and expression are among the most important educational factors along with the development of self-esteem. Also mentioned were issues such as preventative measures, self-knowledge, social skills and a variety of daily activities

Samþykkt: 
  • 4.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudbjorg Harpa Valdimarsdottir_Ritgerd_kdHA.pdf620.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna