is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18647

Titill: 
  • Líðan og heilsutengd lífsgæði foreldra barna með Cerebral Palsy í samanburði við foreldra heilbrigðra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hefur verið lítið um rannsóknir á líðan og heilsutengdum lífsgæðum foreldra barna sem búa við skerta heilsu sem varir lengur en 3 mánuði. Heilsutengd lífsgæði felast í að vera án verkja, hafa næga orku, getu og aðstæður til að takast á við daglegt líf. Ef þau skerðast þá hefur það áhrif á líðan. Langvarandi álag getur meðal annars leitt til áfallastreituröskunar. Til að athuga þetta voru sendir spurningalistar til foreldra allra barna sem fengu greiningu með Cerebral Palsy (CP) á árunum 1991-2007. Svör bárust frá 126 foreldrum (foreldrar 79 af 150 börnum). Til samanburðar voru 132 foreldrar heilbrigðra barna. Spurningalistarnir mátu heilsutengd lífsgæði foreldra (HL-listinn, EQ-5D) og líðan í formi breytinga á fjölskyldu- og einkalífi foreldra, einkennum áfallastreituröskunar auk mats á félagslegum stuðningi sem þeir fengu þegar barnið var greint (IFS, HTQ, CSS). Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós mun á heilsutengdum lífsgæðum foreldra eftir því hvort að barn var með CP eða ekki. Þá var munur á heilsutengdum lífsgæðum foreldra barna með CP eftir greiningarári barns og að hluta til einnig á líðan. Mest virtist álag á foreldra barna 10-13 ára með CP því næst þegar barn var 2-5 ára. Tengsl voru á milli greiningarárs barns og algengi áfallastreituröskunar (14 - 25%) meðal foreldra barna með CP.

Samþykkt: 
  • 4.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_2009.pdf2.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna