is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1865

Titill: 
  • Hagnýtar lestrarkennsluaðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um nauðsyn þess að kennari sé öruggur með það sem hann er gera í lestarkennslu og hvaða aðferðir hann ætlar að nota til að koma til móts við alla nemendur þar sem þeir eru staddir í lestri.
    Leitast verður við að varpi ljósi á þær kennsluaðferðir sem henta öllum nemendum og fjallað um hljóða-, heildar-, blandaðar- og fjölskynja aðferðir. Einnig verður fjallað um einstaklingsmiðaða kennslu og hagnýtar aðferðir tengdar henni.
    Hvað er snemmtæk íhlutun? Eins og nafnið ber með sér felst hún í því (Það þarf) að grípa strax inn lestrarnámið ef grunur leikur á að nemandi nái ekki að lesa og vísbendingar um áhættu koma (það kemur) í ljós í skimunarprófum. Einnig að hafa sérstakar gætur á þeim nemendum sem vitað er að eiga nána ættingja með lestrarerfiðleika.
    Ígrunduð og fjölbreytt lestrarkennsla byggist á þekkingu og fagmennsku og er vænleg leið til að nemendur nái sem bestum árangri, en það er á valdi kennarans að svo verði.
    Lestrarkennsluaðferðirnar eru margar og það fer eftir hverjum og einum kennara hvaða aðferð er notuð hverju sinni.
    Aðferðirnar hafa allar sína kosti og galla og sama aðferð hentar ekki öllum því börn læra með mismunandi hætti .
    Jákvætt viðhorf og gleði þarf að vera til staðar hjá kennara, hann er fyrirmynd nemenda sinna og þeir taka yfirleitt mark á öllu sem hann segir.
    Viðmót kennarans og gott innsæi er mikilvægur þáttur til þess að hann geti eflt trú nemenda á eigin getu. Gagnkvæmt traust og virðing þarf að vera milli nemandans og kennarans.
    Mikilvægt er að jákvæð samskipti og gagnkvæmt traust ríki milli foreldra og kennara. Foreldrar þekkja börnin best og ábyrgð þeirra er mikil. Námsmat er byggt á stöðu nemenda í lestri og þar fá nemendur staðfestingu á því hvernig þeir standa sig, mikilvægt er að kennarinn sé duglegur að hrósa nemendum

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 9.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf328.04 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna