is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18663

Titill: 
  • Vökvun túna í mýri og mel
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að sjá hvort uppskeru munur fengist með því að vökva tún með mismunandi miklu magni af vatni og hvort áhrifin væru eins í þeim reitum sem fengju tilbúinn áburð og í þeim sem fengu ekki áburð. Vökvað var melatún og mýrartún og áhrif vökvunar skoðuð á hvorum staðnum fyrir sig. Heysýni voru tekin úr öllum reitum til að bera saman mun á stein- og snefilefnum. Til þess að kanna reynslu bænda þá voru viðtöl teknin af bændum sem höfðu fjárfest í vökvunarbúnaði.
    Reitartilraun var sett upp annarsvegar í melatúni og hinsvegar mýrartúni voru settar upp á bæjunum Keldudal og Ríp í Hegranesi í Skagafirði. Melatúnið var staðsett í Keldudal og mýrartúnið á Ríp. Sett var upp blokkartilraun 6x3 á báðum stöðum og vökvað var í átta vikur yfir sumarið. Allir reitir voru uppskerumældir tvisvar.
    Vökvun á melatúni sem fengið hafði tilbúinn áburð sýndi marktækt meiri uppskeru í seinni slætti með því að vökva þá reiti með 8 mm af vatni vikulega til viðbótar við rigningu. Ekki fékkst marktækur munur í fyrri slætti í melatúninu. Í mýrartúninu fékkst marktækt minni uppskera með því að vökva hvort sem um var að ræða reiti með tilbúnum áburði eða ekki og var það eins í fyrri og seinni slætti.

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Elvar_Orn_Birgisson.pdf858.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna