is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18665

Titill: 
  • Nýr dómskali fyrir mat á skapgerð íslenskra kúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skapgerð kúa er einn þeirra eiginleika sem skipta orðið sífellt meira máli með breyttum aðstæðum í nautgriparækt þar sem góð skapgerð er mikilvæg fyrir daglega umgengni og vinnu við kýrnar. Dómstiginn sem notaður er til að meta skapgerð íslensku kýrinnar er of almennt skilgreindur sem gerir kynbætur á skapinu erfiðari. Meginmarkmið þessa verkefnis var því að endurskoða og bæta dómstigann sem notaður er til að meta skapgerð kúnna með það að markmiði að eiginleikinn nýtist betur við kynbætur.
    Útbúinn var dómstigi, sem byggir á hugmyndum Nýsjálendinga, með þremur eiginleikum; annars vegar skapeiginleikunum aðlögun að mjöltum og fjóshegðun og hins vegar heildarmati sem tekur almennt til gæða kúnna. Bændur voru beðnir um að meta fyrsta kálfs kvígur sínar með tilliti til eiginleikanna og fengust upplýsingar um 2.684 kvígur.
    Niðurstöður útreikninga á erfðastuðlum fyrir skapeiginleikana leiddu í ljós arfgengi (aðlögun að mjöltum: 0,103 og fjóshegðun: 0,125) sem er svipað því arfgengi sem notað er við kynbætur á skapi í núverandi kerfi (0,13). Erfðafylgni milli aðlögunar og fjóshegðunar (0,997) gefur til kynna að þetta séu sömu eiginleikarnir erfðalega séð og því dygði að velja aðeins fyrir öðrum eiginleikanum í kynbótum. Arfgengi heildarmats (0,107) er nærri helmingi lægra heldur en arfgengi gæðaraðar, sem tekur til gæða kúnna í núverandi kerfi, og því á eiginleikinn ekki erindi inn í ræktunarstarfið.
    Niðurstöður sýndu að skalinn fyrir aðlögun að mjöltum er of þröngt skilgreindur og náði því ekki að meta raunverulegan breytileika eiginleikans.
    Auk þess benda niðurstöður til þess að ef ná á yfir sem mestan breytileika í skapgerð þyrfti að bæta við einum eiginleika í viðbót sem tæki á mætingu kúnna í mjaltir í mjaltaþjónafjósum, en bændur bentu á að þessi eiginleiki skipti verulegu máli upp á vinnuþörf í fjósunum.  

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Hafthor_Finnbogason.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna