is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18668

Titill: 
  • Umhverfið í listinni og listin í umhverfinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tengsl umhverfislistar og landslagsarkitektúrs hafa ekki verið mikið rannsökuð hér á landi og lítið efni til sem fjallar sameiginlega um þessi svið. Verkefnið felst í söfnun heimilda og gagna um umhverfislist og landslagsarkitektúr og umfjöllun um það. Markmið verkefnisins er að skoða áherslur innan umhverfislistar og landslagsarkitektúrs og reyna finna sameiginlegan flöt á þessum greinum.
    Umhverfislist er hugtak sem nær yfir breitt svið listarinnar og innan hennar má finna ólíkar nálganir. Til að sýna fjölbreytileikann innan stefnunnar er farin sú leið að kynna mismunandi áherslur innan umhverfislistarinnar með því að lýsa verkum ákveðinna listamanna í máli og myndum. Landslagsarkitektúr er þverfagleg grein með fjölbreyttum viðfangsefnum. Við val á landslagsarkitektum hafði ég í huga að hönnun þeirra tæki mið af listrænni nálgun og tengingu við hugmyndafræði umhverfislistar.
    Niðurstaðan er sú að umhverfislist og landslagsarkitektúr eiga það sameiginlegt að skapa upplifun fyrir áhorfandann eða notandann. Hvort sem það er umhverfislistaverk eða landslagshönnun er markmiðið að búa til upplifun á umhverfinu. Í raun má segja að það sé reynt að skapa samtal milli einstaklings og umhverfisins.
    Ávinningurinn við að tvinna saman þessum greinum felast í styrkleikum hvorar greinar. Umhverfislist myndi hagnast á betri samfélaslegum skilningi og þeirri víðtæku þekkingu sem býr að baki landslagsarkitektúr. Landslagsarkitektúr gæti hagnast á að horfa með listrænni augum á viðfangsefnið og sjá óvæntar leiðir til að styrkja upplifunargildi hönnunarinnar. Landslagsarkitektúr mætti taka sér hugmyndafræði umhverfislistar til fyrirmyndar og vekja almenning til umhugsunar með hönnun sinni og skapa sterk tengsl milli manns og náttúru.  

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Harpa_Boel_Sigurgeirsdottir.pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna