is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18675

Titill: 
  • Tengsl kjötmats og ómmælinga : bætt kynbótamat og erfðaframfarir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athugað var hvort hægt er að bæta kynbótamat fyrir EUROP kjötmatseiginleika með því að taka bakvöðva og fitumælingar á lifandi lömbum (ómvöðva og ómfitu) með sem tengdan eiginleika og leiðrétta fyrir kyni. Sérstaklega voru áhrifin á mögulega bjögun vegna mismunandi ásetningshlutfalls og líflambasölu skoðuð.
    Viðamikil gögn úr skýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands voru notuð til að meta erfðastuðla fyrir holdfyllingu og fitu samkvæmt kjötmati, ómvöðva og ómfitu. Notaðar voru REML aðferðir og einstaklingslíkan, bæði með kynleiðréttingu og án hennar. Alltaf var leiðrétt fyrir fallþunga, búum og árum. Arfgengi fitu með kynleiðréttingu reyndist 0,31, holdfyllingar 0,40, ómfitu 0,36 og ómvöðva 0,39. Erfðafylgni kjötmatseiginleikanna hefur minnkað frá eldra mati og minnkar með tímanum. Erfðafylgni fitu samkvæmt kjötmati og ómfitu er 0,59 og erfðafylgni holdfyllingar og ómvöðva 0,47.
    Kynbótamat var reiknað annarsvegar fyrir kjötmat eingöngu og hinsvegar fyrir kjötmat og ómmælingar saman, hvort tveggja bæði með og án kynleiðréttingar. Matið var reiknað með öllum tiltækum gögnum frá 2000-2013 og með því að sleppa einu til þremur árum aftan af því. Kynbótamat hrúta fæddra 2010 og 2011 reiknað með mismunandi aðferðum og mis miklum upplýsingum var borið saman við matið með öllu gagnasafninu, ómmælingum og kynleiðréttingu. Hrútar með hátt ásetningshlutfall eða frá búum með mikla líflambasölu voru skoðaðir sérstaklega. Greinileg merki eru um svipfarsval fyrir holdfyllingu en ekki fyrir fitu. Fjölbreytukeyrsla með ómmælingum eykur öryggi kynbótamats hjá ungum hrútum. Hún lagar bjögun á holdfyllingarmati fyrir hrúta sem mikið er sett á undan en ekki eru merki um það fyrir hrúta frá sölubúum. Það að taka ómmælingar með veldur bjögun á mati fyrir fitu ef ekki er leiðrétt fyrir kyni.
    Erfðaframfarir voru einnig metnar fyrir alla eiginleikana fjóra 2000-2013. Framfarir fyrir holdfyllingarmat og ómvöðva eru miklar allan tímann en hefjast ekki fyrr en um 2003 fyrir fitueiginleika og eru alltaf minni.

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18675


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Jon_Hjalti_Eiriksson.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna