is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18680

Titill: 
  • "Heim að Hólum" Framtíðarsýn Hóla í Hjaltadal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um arf, skipulag og framtíðarsýn fyrir Hóla í Hjaltadal. Meginmarkmið verkefnisins er að skoða með hvaða hætti má styrkja staðaranda og miðla hinum forna menningararfi Hóla í Hjaltadal með nýju og efldu skipulagi svo staðurinn geti haldið reisn sinni og virðingu til frambúðar. Menningararfur Hóla snýst um, sögu, forna frægð, sambandið á milli manns og náttúru, og trúarlegrar vitundar. Okkur ber skylda til að skila þessum verðmætum sem staðurinn býr að til komandi kynslóða svo þær öðlist skilning á fortíðinni. Það er best gert með því að taka tillit til menningararfleiðar í öllu skipulagi og ákvarðanatöku fyrir staðinn.
    Markmiðum verkefnisins var fylgt eftir með því að draga athyglina að sérkennum Hólastaðar út frá hönnun á öflugu stígakerfi svo hægt sé að auka aðgengi að menningarverðmætum og möguleikum til upplifunar af staðnum. Bein upplifun af náttúru og menningu skapar mikilvæg tengsl og virðingu fyrir stað og arfleið. Því meira sem við vitum um umhverfið því meiri virðingu berum við fyrir því. Á þann hátt getur staður eins og Hólar í Hjaltadal öðlast aukið framtíðarvægi.

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Hildur_Hartmannsdottir.pdf78.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð til 1. júní 2015