is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18682

Titill: 
  • Könnun á fóðrun kynbótahrossa á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi greinir frá niðurstöðum úr könnun á fóðrun kynbótahrossa á Íslandi. Könnunin var gerð á tuttugu og þremur ræktunarbúum í mars 2014 og fengust upplýsingar um fóðrun á 85 kynbótahrossum.
    Markmið þessarar ritgerðar var að kanna fóðrun kynbótahrossa á Íslandi, hvaða fóður er gefið og á hvaða forsendum er verið að fóðra. Einnig að kanna hvort fóðrun í kringum kynbótasýningar sé frábrugðin fóðrun á undirbúningstímanum.
    Helstu niðurstöður könnunarinnar voru: fóðrunin er í öllum tilfellum einstaklingsbundin, byggir á holdastigi og yfirleitt er ekki notast við heyefnagreiningu. Algengasta gróffóðurstegundin var rúlluhey. Helmingur búanna gaf snemmslegið hey og hinn helmingurinn gaf síðslegið hey en flest búanna tóku tillit til orkunnar í innihaldi heysins og gáfu steinefna- og vítamínblöndu til að uppfylla þarfir hrossanna fyrir bætiefni. Algengast var að þátttakendur giskuðu á það heymagn sem var gefið en miðað við niðurstöður könnunarinnar þá var stóðhestum gefið 8,2 kg á dag af heyi en hryssum 6,4 kg og marktækur munur var á milli kynjanna hvað varðar gefið heymagn. Flest hrossanna voru þjálfuð fimm sinnum í viku í 30 mínútur í hvert skipti og viðmælendur álitu þjálfunarálagið vera í meðallagi erfitt/létt. Það voru 70% hrossanna sem fengu kjarnfóður og stóðhestar fengu að meðaltali 1,3 kg á dag en hryssurnar 0,9 kg á dag og marktækur munur var á kjarnfóðurgjöf milli kynja. Í flestum tilfellum var fóðruninni breytt einni til tveimur vikum fyrir kynbótasýningu og þá með aukningu í kjarnfóðurgjöf en minnkun í gróffóðurgjöf. Á sýningardaginn var gjöf oftast óbreytt m.v. venjulega fóðrun en hluti búanna færði til fóðrun eftir sýningartíma hestsins.
    Meginályktanir eru þær að fóðrun á kynbótahrossum virðist byggð á tilfinningu og sjónrænu mati þátttakenda en miðað við útlit og mat á holdastigi hrossanna þá voru þau vel fóðruð. Tækifæri liggja í aukinni efnagreiningu á heyi til að geta náð enn betri árangri í fóðrun sem ætti að skila sér í betri afköstum og vellíðan hrossanna. Heyefnagreining virðist vera vannýtt tól á meðal ræktunarbúa á Íslandi. Höfundur telur þörf á frekari rannsóknum á sviði fóðrunar kynbótahrossa til þess að hægt sé að stuðla að enn betri uppbyggingu á hrossum sem eiga að afkasta miklu.

Athugasemdir: 
  • Útskrift frá:
    Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
    Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild
Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Elin_Moqvist.pdf600.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna