is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18683

Titill: 
  • Feldur útigangshrossa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útigangshross þurfa að þola kulda, vind og bleytu. Til að standast þá raun sem útigangur að vetri er hafa hross ýmsa eiginleika, s.s. þéttan og þykkan vetrarfeld, mikla möguleika á hitastjórnun í húð, hitastjórnandi blóðrásarkerfi í fótum, einangrandi fitulag undir húðinni o.fl. Aðal hitaframleiðsla líkama hrossa kemur úr efnaskiptum tengdum meltingu og því er góður aðgangur að fóðriútigangshrossum far mikilvægur. Þó enn séu til dæmi um fóðurskort hjá útigangshrossum hér á landi er það orðið fremur sjaldgæft enda eru hross oftast fóðruð ef tekur fyrir beit. Mikið votviðri, rigning og sldda, getur reynst útigangshrossum erfitt þar sem blautur feldur missir mikið af einangrunarhæfni sinni og hitatap eykst.
    Vandamál tengd feldi eru meðal þess sem ógnað getur velferð útigangshrossa, en þau geta dregið úr náttúrulegum vörnum hesta gegn kulda. Sjúkdómar sem leiða til hármissis geta því komið niður á velferð útigangshrossa. Helstu sjúkdómar og sníkjudýr sem hafa áhrif á feld hrossa hér á landi eru holdhnjúskar, naglús og sveppasýkingar.
    Könnun var send út á helstu hrossabú landsins auk kennara við Háskólann á Hólum og nemendur á hestafræðibraut við Háskólann á Hólum. Spurt var um tíðni holdhnjúska og hárlausra bletta hjá útigangshrossum veturinn 2013-2014. Svörin varðandi holdhnjúskana voru skoðuð í tengslum við veðurfar ogforvarnir á borð við skjól. Svörin um hárlausu blettina voru skoðuð eftir því hvort hrossin hefðu verið meðhöndluð með lúsasprautu með virka efninu Ivermectin sem fyrirbyggjandi meðferð.
    Könnunin leiddi í ljós að lítið var um holdhnjúska bæði veturinn 2013-2014 og þar á undan og kom það heim og saman við að veður var fremur hagstætt báða veturna, hiti yfir meðallagi og úrkoma lítil, á þeim svæðum sem flest hrossin sem könnunin náði til voru haldin. Tíðni hárlausra bletta virtist heldur hærri í þeim hrossahópum sem ekki fengu fyrirbyggjandi meðferð á formi lúsasprautu. Tíðni hárlausra bletta var í heildina lág og naglúsin virtist ekki hafa náð sér mikið á strik undanfarna tvo vetur. Athyglisvert var að tvöfalt hærri tíðni var á vægum einkennum holdhnjúska í þeim hópum sem aðeins höfðu aðgang að náttúrulegu skjóli. Þetta gefur til kynna að manngert skjól skipti máli, en gott skjól dregur úr áhrifum veðurs.

Athugasemdir: 
  • Útskrift frá:
    Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
    Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild
Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Hanna_Valdis_Gudjonsdoottir.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna