is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18692

Titill: 
  • Dægurgerð og tengsl hennar við geðraskanir annars vegar og námsárangur hins vegar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Einstaklingsmunur kemur fram á öllum sviðum mannlegs eðlis, þar á meðal í í þeim svefn- og vökutíma sem á best við fólk, eða dægurgerð (chronotype) þess. Markmið þessarar samantektar var að skoða hvað einkennir dægurgerð og afleiðingar hennar fyrir geðheilsu og námsárangur almennt séð. Einstaklingar skiptast í þrjár dægurgerðir; morgungerð, milligerð og kvöldgerð. Dægurgerð hefur verið tengd við marga þætti þar á meðal heilbrigði, geðraskanir, persónuleikaþætti og námsárangur svo eitthvað sé nefnt. Í þessari samantekt var skoðað hvernig dægurgerð tengist hinum ýmsu geðröskunum og vímuefnaneyslu annars vegar og námsárangri hins vegar. Einstaklingar af kvöldgerð voru líklegri til að uppfylla greiningarskilmerki fyrir þunglyndi, tvískauta lyndisraskanir og kvíðaraskanir en einstaklingar af morgungerð. Einstaklingar af kvöldgerð drekka meira áfengi, reykja fleiri sígarettur og drekka meira kaffi og aðra koffíndrykki en einstaklingar af morgungerð. Fylgni var á milli dægurgerðar og námsárangurs. Einstaklingar af kvöldgerð sýndu sterka fylgni við slakari námsárangur. Skoða mætti að seinka skólakennslu mögulega um eina klukkustund en rannsakendur á tengslum dægurgerðar og námsárangurs benda á að þannig mætti bæta námsárangur unglinga af kvöldgerð án þess að það kæmi niður á námsárangri einstaklinga af morgungerð.

Samþykkt: 
  • 6.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lokaverkefni.pdf554.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna