is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18707

Titill: 
  • Í svölu moldarbeði andófsins : um táknræna hrekki og andstöðulist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Listamenn! Vaknið því upprisa ykkar er í nánd. Rísið upp gegn elítisma og ógeði kapítalismans. Hættið þessu kjaftæði. Niður með snobb. Snúið bakinu við djammi og sukki og sjáið skítinn sem þjóðin veður. Djammlistin er afstöðuleysi og afstöðuleysið er líkt og öskur í geimnum. Takið andófinu opnum örmum og hættið að vera svona leiðinleg. Segið eitthvað! Þið eruð líkt og kúguð birtingarmynd konunnar í feðraveldinu. Opnið augun því þið kreistið þau aftur. Skolið eitrið úr þeim og segið fyrirgefðu. Segið hæ við grasrótina. Haldist í hendur og hlægið að yfirvaldinu því ekkert yfirvald nær að kæfa vald listarinnar.
    Róttæk andstaða gegn hefðinni rís reglulega upp í myndlistarheiminum en með tímanum innlimar sú róttæka stefna sig hægt og rólega inn í viðurkenndar stofnanir listheimsins og verður þannig á endanum sjálf hefðin. Þótt grasrótin hverju sinni sé að einhverju leiti alltaf í ákveðni andstöðu þá afvegaleiðist sú andstaða þegar myndlistarheimurinn hverfur inn í draumkenndan heim afstöðuleysis. Afstöðuleysi virðist vera hið nýja andóf gegn hefðinni í dag og sá eldmóður sem einkenndi listasenuna í hinni sögulegu framúrstefnu og fram yfir 68-hreyfinguna virðist liggja á köldum ís. Hins vegar er mikil undirliggjandi ólga í íslensku samfélagi og með hverju skrefinu sem stjórnvöld stíga í átt að spillingu og kúgun virðist eitrið seitla úr augum lýðsins og listamenn vakna úr værum blundi elítisma stofnananna.
    Ný andstaða gegn hefðinni er að vakna til lífsins og gengur nú hönd í hönd við pólitískan aktívisma gegn spillingu og fasisma. Hér á eftir verður fjallað um táknræna hrekki pólitískra aktívista og/eða myndlistarmanna í listformi sem ég kýs að kalla prakkaralist. Líkt og myndlistarmenn beita pólitískir listamenn andófsins mismunandi að ferðum í verkum sínum en í öllum tilfellum er megininntak verkanna skilaboðin sem fjallað er um og er birtingarmynd þeirra í flestum tilfellum öfugsnúin, kaldhæðin og stríðnisleg – táknræn hrekkjabrögð. Þetta er gott dæmi um vald listarinnar til breytinga í nútíma samfélagi þar sem mótmælin eru sjónræn og friðsöm. Andstöðulistin og aktívisminn haldast þétt í hendur í listforminu og oft er óljóst hvort listamaðurinn er aktívisti eða aktívistinn listamaður.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.pdf7.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna