is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18708

Titill: 
  • Varðveitt augnablik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um listsköpun mína sem á uppsprettu sína í hringrásinni og er mótuð í lífræn efni. Útgangspunktur ritgerðarinnar er hugmyndir um verk þar sem annaðhvort er fylgst með hringrásinni eiga sér stað eða varðveislu lífræns augnabliks og hvaða þýðingu það getur haft fyrir okkur. Ég velti fyrir mér hugmyndum um varðveislu og gerð eftirlíkinga á niðurbrotsverkum líkt og þeim sem Dieter Roth gerði, en einnig kem ég inn á fyrirbærafræði Edmund Husserls hvað varðar gaumgæfni í hversdagsleikanum og kenningar Martin Heideggers um dauðann. Talað er ítarlega um dauðann og ferlið eftir dauðann. Út frá varðveittu augnabliki fjalla ég um dauða í ljósmyndun og velti fyrir mér dauðanum sem augnabliki í hringrásinni. Ég velti fyrir mér mögulegri „varðveislu“ á því augnabliki í hringrásinni þegar manneskja er dáin en ekki byrjuð að rotna. Ég tengi jafnframt augnablik dauðans við uppstoppun og ég kem til með að fjalla um verk Polly Morgan í því samhengi.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
3LOKARITGERÐ BA HANNA 27.JAN.pdf22.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna