is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18726

Titill: 
  • Skóli án aðgreiningar : skóli fyrir alla - skóli fyrir engan?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Opinber skólastefna Íslands er stefnan um skóla án aðgreiningar. Stefnan gengur út á að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum heimaskóla, óháð líkamlegu og andlegu atgervi þeirra. Skóli án aðgreiningar gerir þannig þá kröfu á alla almenna grunnskóla, og þar með alla kennara, að þeir séu í stakk búnir til þess að taka við öllum nemendum og veita þeim menntun við hæfi, óháð hvers konar fötlunum, skerðingum eða sérþörfum. Stefnan á upptök sín í réttindabaráttu fatlaðra og birtist fyrst í Salamanca-yfirlýsingunni árið 1994, en Íslendingar skrifuðu undir hana. Stefnan var þó ekki fest í lög á Íslandi fyrr en í lögum um grunnskóla árið 2008 og birtist ekki í Aðalnámskrá grunnskóla fyrr en árið 2006.
    Skóli án aðgreiningar hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og margir hafa afar sterkar skoðanir á hugmyndafræðinni og framkvæmd hennar innan skólakerfisins. Margt hefur verið skrifað um stefnuna og er þessari ritgerð ætlað að varpa ljósi á helstu hugmyndir og rök sem fræðimenn og kennarar hafa sett fram, bæði með og á móti henni. Verkefnið er úttekt á því hvaða kröfur eru gerðar til skóla án aðgreiningar og hvað þarf að vera fyrir hendi innan skólakerfisins til þess að hugmyndafræðin geti gengið upp. Niðurstöðurnar gefa meðal annars til kynna að skóli án aðgreiningar hafi ýmis vandamál í för með sér og að eins og staðan er í dag séu fæstir skólar raunverulega án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að breyta skipulagi skóla og auka stuðning við bæði kennara og nemendur til þess að allir nemendur geti raunverulega fengið bæði námslegum og félagslegum þörfum sínum sinnt.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed ritgerð - Sigurlaug.pdf730.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna