is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18733

Titill: 
  • „Ávinningurinn er ótvíræður“ : upplifun kennara af kennslu kynjafræði í framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna upplifun kennara af kennslu kynjafræði í framhaldsskóla. Markmiðið er að skoða upplifun þeirra af kennslunni og kennslugreininni sem slíkri, hvaða aðferðir kennarar nota, hvaða námsefni og hvernig námsmat fer fram. Jafnframt er horft til jafnréttisfræðslu innan skólanna og stöðu kynjafræði í framhaldsskólum í dag. Leitast er við að setja kynjafræðikennslu í samhengi við jafnréttisbaráttu kvenna. Rannsóknarspurningarnar voru: Hvernig upplifa kennarar kennslu kynjafræði í framhaldsskóla? Hvaða námsefni nota kennarar og hvernig fer námsmatið fram? Hvert er viðhorf nemenda til jafnréttismála? Hver er staða skólans með tilliti til jafnréttisfræðslu og hvert er viðhorf starfsmanna skólans til kennslu kynjafræði? Til að svara þessum spurningum var notuð narratíf rannsóknaraðferð sem tilheyrir flokki eigindlegra aðferða. Tekin voru viðtöl við þrjá kennara sem kenna kynjafræði við framhaldsskóla. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að mikil þörf sé á kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla og jafnvel á neðri skólastigum að mati kennaranna. Þeir töldu mikilvægt fyrir fyrir alla nemendur að öðlast þekkingu á efni kynjafræðiáfanganna. Það skiptir máli að ungt fólk sé meðvitað um jafnréttismál í sínum víðasta skilningi.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Ósk Pétursdóttir meistaraprófsverkefni kennaradeild HA.pdf680 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna