is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18741

Titill: 
  • Hótelrekstur í Dalabyggð : er sjálfbærni höfð að leiðarljósi ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um sjálfbærni og hin mörgu og mismunandi afbrigði af henni. Sjálfbærni byggist á þeirri hugmyndafræði að nýta það sem við þurfum en gæta um leið að því að nýta ekki of mikið og skilja nægilega mikið eftir fyrir komandi kynslóðir. Rauði þráðurinn er að hvetja til sjálfbærni í rekstri ferðaþjónustu á Íslandi og benda á kosti sem fylgja slíkum rekstri. Aðaláhersla sjálfbærni hefur verið á ferðaþjónustu fyrirtæki sem starfa úti í náttúrunni en höfundur valdi að kanna fyrirkomulag hótelrekstrar í Dalabyggð og athuga hvort tekið sé tillit til sjálfbærni við hann. Í Dalabyggð eru rekin tvö hótel, annars vegar einkarekið hótel (Vogur Country Lodge) og hins vegar hótel í hótelkeðju (Hótel Edda). Markmið ritgerðarinnar var að kanna hvort að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi við rekstur þessara tveggja hótela og hvort þau hafi skýra stefnumótun í rekstrinum, á sviði umhverfismála. Rannsóknin var dæmisögurannsókn en til að komast að niðurstöðu kynnti höfundur sér heimasíður beggja hótela og framkvæmdi hálfopin símaviðtöl við rekstaraðila hótelanna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru því greindar út frá þessum tveim raundæmum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þrátt fyrir að ekki sé lögð áhersla á sjálfbærni við reksturinn er margt í honum sem stuðlar að sjálfbærni líkt og nýting húsakosts og áherslur á að versla af birgjum í héraði þar sem þess er kostur.
    Lykilorð: Ferðaþjónusta, sjálfbær þróun, sjálfbær ferðaþjónusta, hótelrekstur, Dalabyggð.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18741


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Hanna Valdís.pdf508.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna