is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18743

Titill: 
  • Food and Fun. Árlegur matarviðburður á Íslandi : hver er upplifun og reynsla íslenskra matreiðslumanna af hátíðinni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um matarviðburði í ferðamennsku og hvaða áhrif þeir geta haft, með sérstakri áherslu á matarviðburðinn Food and Fun, sem haldinn er í Reykjavík árlega síðustu viku febrúarmánaðar frá árinu 2001. Farið var af stað með viðburðinn til að leita nýrra leiða til að kynna íslenskt hráefni, íslenska eldhúsið og auka útflutning á íslenskum matvælum og hráefni til matargerðar. Markmið með þessu verkefni var að fá að kynnast upplifun og reynslu íslenskra matreiðslumanna af matarhátíðinni Food and Fun. Einnig var markmið að öðlast skilning á væntingum matreiðslumeistaranna til hátíðarinnar, um hvað hátíðin snýst og hvert framhaldið á að vera. Ritgerðin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum, og var rannsóknin framkvæmd í febrúar og mars árið 2014. Viðtöl voru tekin við fimm matreiðslumenn strax að lokinni hátíðinni 2014, með því skapaðist tækifæri til að meta upplifun og reynslu þeirra af hátíðinni.
    Lykilorð: Matarviðburður, Matarferðaþjónusta, Matreiðslumenn, Reynsla, Upplifun, Staðbundin matvæli, Food and Fun.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ingibjorg_Saevarsdottir_.pdf421.17 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna